Tuesday, May 21, 2024
HomeForsíðaMagnús 'Loki' með bardaga um helgina

Magnús ‘Loki’ með bardaga um helgina

Magnús ‘Loki’ Ingvarsson er kominn með sinn næsta atvinnubardaga. Magnús hefur beðið eftir andstæðingi í nokkrar vikur og fékk nú andstæðing með átta daga fyrirvara.

Magnús ‘Loki’ hjá RVK MMA tók sinn fyrsta atvinnubardaga í mars þegar hann kláraði Gavin McGee með „triangle“ hengingu í 1. lotu. Það var á Caged Steel bardagakvöldinu og er hann nú kominn aftur með bardaga hjá Caged Steel.

Magnús hefur stefnt að því að taka bardaga á þessu kvöldi en erfiðlega hefur gengið að fá andstæðing. Andstæðingurinn er þó loksins kominn en sá heitir Percy Hess en Hess er 0-2 sem atvinnumaður samkvæmt Tapology. Hess hefur áður barist við Íslending en Bjarki Ómarsson sigraði hann í október 2014 með uppgjafartaki í 1. lotu en sá bardagi var áhugamannabardagi.

Það verða því fjórir strákar frá RVK MMA sem keppa á Caged Steel kvöldinu. Þorgrímur Þórarinsson (2-1) mætir Matt Hodgson (6-4) um millivigtartitil Caged Steel en Þorgrímur tók veltivigtarbelti bardagasamtakanna í mars. Þá munu þeir Aron Kevinsson og Benedikt Gabríel Benediktsson berjast sína fyrstu bardaga en þeir þrír síðastnefndu eru að berjast áhugamannabardaga.

Bardagarnir verða sýndir í beinni útsendingu og er hægt að kaupa streymi á bardagakvöldið hér á tæp 7 pund. Kaupendur á streyminu geta valið einn bardagamann sem fær 42% af sölunni á hlekknum hér.

Bardagarnir eru á laugardaginn og munum við vita nánar um tímasetningar þegar nær dregur.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular