spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFrancis Ngannou mætir Junior dos Santos í júlí og Luke Rockhold fær...

Francis Ngannou mætir Junior dos Santos í júlí og Luke Rockhold fær inn fyrsta bardaga í léttþungavigt

UFC tilkynnti tvo spennandi bardaga í dag. Francis Ngannou mætir Junior dos Santos í þungavigt og Luke Rockhold mætir Jan Blachowicz í léttþungavigt en báðir bardagarnir eiga sér stað í júlí.

UFC 239 fer fram þann 6. júlí og verður hápunkturinn á International Fight Week. Nú þegar hafa tveir titilbardagar verið staðfestir á kvöldið en Jon Jones mætir Thiago Santos í aðalbardaga kvöldsins og Amanda Nunes mætir Holly Holm í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Þá verður Ben Askren að öllum líkindum á kvöldinu gegn Jorge Masvidal.

UFC staðfesti tvo spennandi bardaga í dag. Þungavigtarmennirnir Francis Ngannou og Junior dos Santos mætast í júlí en þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir eiga að mætast. Upphaflega áttu þeir að mætast í september 2017 en mánuði fyrir bardagann reyndist lyfjapróf dos Santos innihalda ólöglegt efni. Dos Santos var síðar hreinsaður af sök þar sem efnið reyndist koma úr fæðubótarefni.

Báðir hafa þeir átt góðu gengi að fagna undanfarið. Ngannou hefur klárað tvo bardaga í röð með rothöggi, fyrst Curtis Blaydes og síðan Cain Velasquez, en þar áður tapaði hann tveimur bardögum í röð. Junior dos Santos hefur unnið þrjá bardaga í röð síðan hann tapaði fyrir Stipe Miocic.

Frumraun Luke Rockhold í léttþungavigt er nú staðfest en hann mætir Jan Blachowicz á UFC 239. Rockhold hefur tapað tveimur af síðustu þremur bardögum sínum í millivigt og var síðast rotaður af Yoel Romero í febrúar 2018. Það verður áhugavert að sjá hvað Rockhold gerir í nýjum þyngdarflokki og mögulega verður þetta nýtt upphaf.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular