spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFrank Mir sagður hafa fallið á lyfjaprófi

Frank Mir sagður hafa fallið á lyfjaprófi

frank mirÞungavigtarmaðurinn Frank Mir er sagður hafa fallið á lyfjaprófi. Prófið sem hann féll á var framkvæmt sama kvöld og hann tapaði fyrir Mark Hunt í mars.

Þeir Frank Mir og Mark Hunt mættust í aðalbardaga kvöldsins á bardagakvöldi í Brisbane í Ástralíu þann 20. mars. UFC sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að Mir hafi mögulega brotið reglur lyfjastefnu UFC.

USADA framkvæmir öll lyfjapróf í UFC og mun vinna úr niðurstöðunum og kveða upp úrskurð sinn.

Frank Mir sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann heldur fram sakleysi sínu og segist ekki hafa tekið inn ólögleg efni.

„Til allra aðdáenda minna og stuðningsmanna. USADA tilkynnti mér nýlega að lyfjaprófið sem ég tók kvöldið sem ég barðist hafi innihaldið efni sem ég tók ekki. Ég veit ekki hvernig það getur gerst þar sem ég tók engin frammistöðubætandi efni. Ég hef aldrei fallið á lyfjaprófi síðan ég kom í UFC og varð tvívegis meistari. Ég bið ykkur öll um að dæma mig ekki fyrr en öll kurl eru komin til grafar,“ segir Mir í yfirlýsingunni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular