0

Frankie Edgar mætir Cub Swanson í apríl 50 dögum eftir rothögg

Frankie Edgar er kominn með sinn næsta bardaga rúmum tveimur vikum eftir að hafa verið rotaður af Brian Ortega. Frankie Edgar mætir Cub Swanson á UFC bardagakvöldinu í Atlantic City þann 21. apríl.

Frankie Edgar var rotaður í 1. lotu af Brian Ortega á UFC 222 þann 3. mars. Þetta var hans fyrsta tap eftir rothögg á ferlinum og ætlar Edgar greinilega að drífa sig aftur af stað.

Cub Swanson tapaði líka síðast fyrir Brian Ortega en það var eftir hengingu í desember í fyrra. Það var síðasti bardaginn hans á samningi hans við UFC og var talið að Swanson væri jafnvel á leið úr UFC. Hann hefur greinilega skrifað undir nýjan samning og mætir Frankie Edgar. Þetta verður í annað sinn sem þeir mætast en Frankie Edgar gjörsigraði Cub Swanson í nóvember 2014.

Bardagakvöldið fer fram þann 21. apríl en þeir Kevin Lee og Edson Barboza mætast í aðalbardaga kvöldsins.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.