spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFurðulegasta tímabil í sögu millivigtarinnar

Furðulegasta tímabil í sögu millivigtarinnar

michael-bispingÞað var staðfest fyrr í kvöld að Georges St. Pierre muni mæta Michael Bisping um millivigtartitilinn síðar á þessu ári. Í annað sinn í röð er Michael Bisping að mæta áskorenda sem er ekki áskorandi númer eitt.

Samkvæmt styrkleikalistanum er Yoel Romero 100% verðugur og rétthæfur áskorandi. Meira að segja Dana White, forseti UFC, sagði það eftir sigur Romero á Weidman í nóvember. En í stað þess að mæta honum fær Michael Bisping bardaga við Georges St. Pierre (GSP) sem aldrei hefur barist í millivigtinni. Fyrsta titilvörn Michael Bisping var gegn öldruðum Dan Henderson sem var í áttunda sæti á styrkleikalistanum þegar bardaginn fór fram og núna mætir hann GSP.

Til hvers er UFC eiginlega með þessa styrkleikalista? Það virðist ekki hafa neitt sérstakt vægi að vera áskorandi númer eitt og gerir UFC bara það sem þeim sýnist. Það er allt gott og blessað enda UFC einkarekið fyrirtæki sem vill græða, en til hvers að vera með þessa styrkleikalista? Af hverju ekki bara að sleppa þessu fyrst þeir skipta svona litlu máli?

Miðað við viðbrögðin á samfélagsmiðlum ríkir ekki mikil gleði eða spenna fyrir þessum bardaga. Bardagaaðdáendur undrast á að aftur sé Michael Bisping ekki að mæta bestu mönnunum. Óvænti sigur Bisping á Luke Rockhold er eitt það versta sem gat gerst fyrir menn eins og Romero og Ronaldo ‘Jacare’ Souza.

Þessi þyngdarflokkur sem er með haug af frábærum bardagamönnum er í algjörri pattstöðu. Menn eins og fyrrnefndir Romero og Jacare, Luke Rockhold, Chris Weidman, Gegard Mousasi og efnilegir menn á borð við Robert Whittaker og Kelvin Gastelum komast ekki í titilbardaga. Það er engin hreyfing á toppnum á meðan meistarinn berst við menn sem eru ekki áskorendur númer 1 (og ekki einu sinni númer 2, 3, 4 eða 5).

Dan Henderson bardaginn var skrítinn en það mátti fyrirgefa það ef hann myndi svo mæta alvöru áskorenda eins og  Yoel Romero svo þyngdarflokkurinn stæði ekki í stað. Það er hann hins vegar ekki að gera en það er ekki Bisping að kenna. Að sjálfsögðu tekur hann þann bardaga sem gefur mestar tekjur og það er ekkert að því. En þetta er furðulegt af UFC að bjóða Bisping þennan bardaga.

UFC vantar stóra bardaga enda óvíst hvenær Conor McGregor berst næst, Ronda Rousey er sennilega hætt og Jon Jones er í banni þar til í júlí. Stærstu stjörnurnar eru ekki tiltækar og því nýta þeir sér tækifæri eins og GSP.

Þetta er bardagi sem er augljóslega gerður til að græða og það er ekkert að því. UFC hefur gert það áður og mun halda því áfram. GSP er auðvitað goðsögn og bardagar hans munu ennþá selja vel. En af hverju Bisping? Af hverju ekki GSP gegn Nick Diaz? Það er bardagi sem báðir virðast vilja og myndi selja vel. Af hverju ekki GSP gegn Anderson Silva? Vissulega kæmi sá bardagi sjö árum of seint en það er bardagi sem myndi pottþétt selja líka vel og væri ekki að stoppa framþróun í þyngdarflokkunum.

Meira að segja titilbardagi í veltivigtinni hefði verið 100% réttmætari bardagi. Það er allavegna þyngdarflokkur sem GSP barðist í og tapaði hann aldrei beltinu sínu þar. En af einhverjum ástæðum vildi GSP mæta Bisping og fær hann ósk sína uppfyllta.

Þessi bardagi eru mikil vonbrigði á meðan menn eins og Romero og Jacare bíða á hliðarlínunni. GSP og Bisping eru ekki tveir bestu millivigtarmenn UFC og Bisping er ekki besti millivigtarmaður heims þrátt fyrir að vera með beltið. Það er löngu kominn tími á að hann sanni að hann sé besti millivigtarmaður heims og að hann geti unnið þessa bestu. Það gerir hann ekki með því að vinna 35 ára gamlan GSP sem ekki hefur barist í þrjú ár og aldrei barist í þessum þyngdarflokki.

Síðan Bisping vann beltið hefur verið einhver furðulegasti tími í sögu millivigtarinnar. Á þessum tímum er gaman að velta því fyrir sér hvað hefði gerst ef Chris Weidman hefði ekki meiðst þegar hann átti að mæta Luke Rockhold á UFC 199? Værum við í dag að kvarta yfir bardaga Luke Rockhold og GSP?

Kannski mun þessu furðulega tímabili ljúka með sigri GSP gegn Bisping? Sennilega ekki samt, sennilega yrði það enn furðulegri tími.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular