spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFyrsti atvinnumannabardagi VBC

Fyrsti atvinnumannabardagi VBC

vbcFjórir keppendur frá VBC í Kópavogi keppa í Muay Thai þann 10. október á West Coast Battle í Svíþjóð. Þetta er í þriðja sinn sem VBC sendir keppendur erlendis á þessu ári og í fyrsta sinn sem VBC sendir keppanda í atvinnumannabardaga.

Mótið ber heitið West Coast Battle (WCB) og er þetta í sjötta skiptið sem WCB heldur slíkt mót í Svíþjóð. Mótið fer fram rétt fyrir utan Gautaborg, nánar tiltekið í Varberg. Tólf áhugamannabardagar (semi-pro) og fjórir atvinnumannabardagar fara fram þetta kvöld.

Svíar og Finnar hafa tekið vel eftir Muay Thai senunni á Íslandi og furða sig á hversu langt Íslendingar hafa náð án þess að keppnir fari fram hér á landi.

VBC sendir frá sér fjóra keppendur á mótið en einn af þeim, Pichet Korschai, keppir atvinnumannabardaga. Þetta verður í fyrsta sinn sem VBC sendir keppanda í atvinnumannabardaga frá því að klúbburinn var stofnaður. Ásamt keppendunum fjórum verður Kjartan Valur Guðmundsson, formaður VBC og þjálfari, með í för.

Pichet Korschai tekur þátt í fjögurra manna útsláttarkeppni í atvinnumannaflokki en í vegi hans standa Marcus Eriksson, William Wisén og Mario Cartagena. Í áhugamannaflokki (semi-pro) keppa þeir Örnólfur Þór Guðmundsson, Þórður Bjarkar Árelíusson og Birgir Þór Stefánsson.

Örnólfur Þór mætir Joel Rybeck frá Fight Camp Varberg í C-flokki (hjálmar og legghlífar notaðar) í -71 kg flokki. Þeir voru báðir keppendur á Rumble in Väsby sem VBC tók einnig þátt í.

Þórður Bjarkar hefur verið að gera það gott í boxinu á Íslandi rétt eins og í Muay Thai og er ósigraður í fimm bardögum í röð. Hann tekst á við Filip Waldt frá Goteborgs MT Lejonkulan í -62 kg flokki en bardaginn er í B-flokki (hvorki notast við hjálm né legghlífar).

Birgir Þór keppti seinast um danska meistaratitilin í Muay Thai en tapaði þar naumlega. Hann fær mjög sterkan andstæðing aftur sem kemur frá Fighter MT og heitir Tobias Jansson. Bardaginn fer fram í B-flokki í -70 kg flokki.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular