Thursday, April 18, 2024
HomeErlentGamli bardaginn: Anderson Silva gegn Dan Henderson

Gamli bardaginn: Anderson Silva gegn Dan Henderson

UFC hefur verið að dæla út gömlum bardögum nú þegar ekkert er um bardagakvöld í beinni útsendingu. Í dag ætlum við að kíkja á bardaga Anderson Silva og Dan Henderson.

UFC 82 fór fram þann 1. mars 2008 í Ohio þar sem þeir Anderson Silva og Dan Henderson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Anderson Silva var þá ríkjandi millivigtarmeistari UFC en Henderson var þá með veltivigtarbelti Pride (sem var sama þyngd og millivigt UFC) þegar Pride var lagt niður. Beltin áttu því að vera sameinuð með bardaga Anderson Silva og Henderson.

Henderson var á þessum tíam 37 ára gamall en hann átti eftir að berjast í átta ár í viðbót í UFC. Þetta var þriðja titilvörn Anderson en hann átti eftir að vera ríkjandi meistari um árabil í UFC.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular