Saturday, April 20, 2024
HomeErlentDana White efast um að Khabib-Ferguson fari fram á árinu

Dana White efast um að Khabib-Ferguson fari fram á árinu

Dana White, forseti UFC, er svartsýnn á að bardagi Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson geti farið fram á þessu ári. Fimm sinnum hefur verið hætt við bardaga þeirra.

Þeir Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson áttu að mætast á UFC 249 þann 18. apríl en vegna kórónaveirunnar var hætt við bardagann. Khabib mun ekki berjast fyrr en í haust en Justin Gaethje kom inn í hans stað. Gaethje mætir Tony Ferguson þann 9. maí.

Dana White sat fyrir svörum á Reddit í vikunni. Þar var hann spurður hversu bjartsýnn hann væri að bardagi Khabib og Tony Ferguson gæti farið fram síðar á árinu.

Dana sagðist ekki vera bjartsýnn á að bardaginn gæti farið fram. Þá væri hann „hræddur um hvað gerist næst ef við reynum að bóka bardagann aftur.“

Ótrúleg óheppni hefur fylgt þessum bardaga en í þetta sinn var það heimsfaraldur sem kom í veg fyrir bardagann. Dana sagði einnig í þræðinum að sá bardagi sem hann langi mest að sjá aftur er viðureign Conor McGregor og Khabib.

Þráðurinn var hin besta skemmtun en svörin hans má lesa hér.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular