spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC bardagakvöldinu í Dublin frestað?

UFC bardagakvöldinu í Dublin frestað?

Kórónaveiran hefur haft gríðarleg áhrif á íþróttaheiminn og fjöldi viðburða fallið niður. UFC ætlar að heimsækja Dublin í ágúst en gæti þurft að fresta bardagakvöldinu.

UFC tilkynnti fyrr á árinu bardagakvöld í Dublin þann 15. ágúst. Þetta verður fyrsta heimsókn UFC til Dublin síðan 2015 en nú gæti UFC þurft að fresta bardagakvöldinu vegna fjöldatakmarka á viðburðum í Dublin.

Yfirvöld í Írlandi hafa bannað viðburði með meira en 5.000 áhorfendur þar til í lok ágúst. UFC hefur ekki sent frá sér tilkynningu vegna bardagakvöldsins en 3Arena höllin tekur 9.500 manns í sæti. UFC gæti ákveðið að setja fjöldatakmark á bardagakvöldið eða fresta því þar til engar hömlur verði á fjölda áhorfenda í Dublin.

Enginn bardagi hefur verið staðfestur á bardagakvöldið en talið er að þeir Darren Till og Robert Whittaker verði í aðalbardaga kvöldsins. Gunnar Nelson verður mjög líklega á bardagakvöldinu en hann hefur ekki barist síðan í september 2019.

UFC hefur þurft að hætta við fjölmörg bardagakvöld vegna kórónaveirunnar og gæti bardagakvöldið í Dublin bæst í hópinn.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular