spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGamli bardaginn: Árni Ísaksson gegn Magomed Saadulaev

Gamli bardaginn: Árni Ísaksson gegn Magomed Saadulaev

árni ísaksson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Þann 1. október 2010 mætti Árni Ísaksson Rússanum Magomed Saadulaev í ProFC í Rússlandi. Bardaginn var um veltivigtartitil ProFC en í dag eru akkúrat fimm ár liðin frá því bardaginn fór fram.

Í ProFC hafa margir þekktir rússneskir bardagakappar barist. Þann 1. október 2010 voru þeir Árni og Saadulaev í aðalbardaga kvöldsins en fyrr um kvöldið barðist fyrrum UFC bardagamaðurinn Adlan Amagov sinn 9. bardaga á ferlinum. Amagov sigraði báða bardaga sína í UFC áður en hann ákvað óvænt að hætta.

Amagov er ekki sá eini sem barist hefur í bæði UFC og ProFC en UFC kapparnir Khabib Nurmagomedov og Ruslan Magomedov hafa báðir barist í ProFC samtökunum. Þess má geta að Magomedov mætir Shawn Jordan á UFC 192 um helgina.

Annar Rússi barðist í samtökunum en sá er Íslendingum góðkunnur. Omari Akhmedov barðist fjóra bardaga í ProFC en hann tapaði fyrir Gunnari Nelson í mars á síðasta ári.

Árni Ísaksson sigraði Saadulaev í 2. lotu eftir hengingu. Þetta er aðeins annað tap Magomed Saadulaev á ferlinum hingað til í 16 bardögum. Saadulaev barðist síðast í Bellator árið 2012 þar sem hann tapaði fyrir Dave Jansen en hefur ekkert barist síðan þá.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular