Eddie Alvarez mætir Conor McGregor í aðalbardagnum á UFC 205 næsta laugardag. Í tilefni þess ætlum við að rifja upp einn gamlan og frábæran bardaga með Alvarez.
Þann 11. maí árið 2008 mætti Eddie Alvarez hinum norska Joachim Hansen. Bardaginn var hluti af léttvigtarmóti Dream og fór bardagann fram fyrir framan 21.000 áhorfendur í Saitama Super Arena í Japan.
Í Dream voru loturnar líkt í Pride, þ.e. ein tíu mínútna lota og ein fimm mínútna lota. Bardaginn var ótrúlega skemmtilegur og er skylduáhorf fyrir alla MMA aðdáendur.
https://www.youtube.com/watch?v=rbCLivmduzw