spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGamli bardaginn: Gunnar Nelson gegn Jorge Santiago 16.2.2013

Gamli bardaginn: Gunnar Nelson gegn Jorge Santiago 16.2.2013

12 dagar eru í stærsta bardaga Íslandssögunnar þegar Gunnar Nelson mætir Omari Akhmedov. Við höldum áfram að hita ykkur upp fyrir bardagann og rifjum hér upp síðasta bardaga Gunnars gegn Jorge Santiago.

Rúmum fjórum mánuðum eftir frumraun Gunnars Nelson í UFC á móti DaMarques Johnson í Nottingham var stefnan tekin á London. Andstæðingur hans átti upphaflega að vera Justin Edwards en, líkt og fyrir síðasta bardaga Gunnars, meiddist Edwards og varð að hætta við keppni. Með þriggja vikna fyrirvara samþykkti hins vegar Brazilíumaðurinn Jorge Santiago að berjast við Gunnar. Santiago er gríðarlega reynslumikill og sterkasti jiu jitsu bardagakappi sem Gunnar hefur mætt. Hann er með svart belti og er jiu jitsu þjálfari eins sterkasta MMA liðs í heimi, þ.e. The Blackzillians.

staredown2

Hér má sjá viðtal við Gunnar fyrir bardagann:

Jorge Santiago virtist mjög sjálfsöruggir fyrir bardagann en hér eru tvö viðtöl þar sem hann ræðir m.a. Gunnar Nelson

Þessi bardagi var sennilega erfiðasti bardagi Gunnars á ferlinum hingað til. Fyrir utan þann fyrsta höfðu þeir allir klárast í fyrstu eða annarri lotu. Sú varð ekki raunin í þetta skipti.

takedown

Lota 1

Það var lítið um þreifingar í fyrstu lotu. Santiago sótti hart en Gunnar varðist og svaraði vel fyrir sig. Gunnar náði inn góðum spörkum og tók Santiago niður í gólfið þegar lotan var hálfnuð en Santiago komst aftur upp eftir nokkrar sekúndur enda með mikla reynslu á gólfinu. Santiago var árásargjarn alla lotuna og kom inn góðum höggum en á heildina litið var hún jöfn og hefði getið lent hvoru megin sem var á dómaraspjöldunum.

Lota 2

Á milli lotna sagði þjálfari Gunnars honum að standa ekki beint fyrir framan Santiago sem er hættulegt. Gunnar náði inn hörðum höggum á Santiago upp við búrið og náði honum aftur í gólfið. Að þessu sinni náði Gunnar inn hörðum höggum í gólfinu og komst framhjá löppum Santiago („guardpass“) og í „mount“ sem er mikið afrek út af fyrir sig. Yfirburðalota hjá Gunnari.

nels sant 2

Lota 3

Í þriðju lotu var Santiago sýnilega þreyttur. Gunnar náði inn góðum gagnhöggum en Santiago ógnaði með þungum höggum sem þó voru villt og auðvelt fyrir Gunnar að koma sér undan. Önnur afgerandi lota fyrir Gunnar sem innsiglaði sigurinn á stigum. Tveir dómarar af þremur gáfu Gunnari tvær lotur og Santiago eina en þriðji dómarinn gaf Gunnari allar þrjár.

Á heildina litið frábær sigur fyrir Gunnar á móti mjög erfiðum andstæðingi. Það að bardaginn fór allar þrjár loturnar er dýrmæt reynsla sem hann mun geta byggt á til framtíðar.

Ein athugasemd að lokum. Gunnar var með óvenju mikið hár í þessum bardaga sem gerði það að verkum að högg virtust þyngri og en þau voru í raun. Það er því ánægjulegt að sjá að hann er búinn að klippa sig stutt fyrir sinn næsta bardaga í mars.

Bardagann má sjá í heild sinni á Vísi:

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP17048

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular