Fyrrum veltivigtarmeistarinn Georges St. Pierre tilkynnti á Twitter fyrr í kvöld að hann hefði aftur slitið krossband í hnénu.
Eins og bardagaáhugamönnum er kunnugt um ákvað GSP að taka sér hlé frá íþróttinni og yfirgaf veltivigtina ótímabundið í fyrra. Hann hefur þó haldið áfram að æfa þar sem hann sleit krossband í vinstra hné. Árið 2011 sleit GSP krossband í hægra hné og var lengi frá en kom til baka eftir stífa endurhæfingu og sigraði Carlos Condit. Það er ljóst að þetta er mikið áfall fyrir aðdáendur hans og hann sjálfan.
Þetta minnkar líkurnar enn meir á að við fáum að sjá GSP aftur í búrinu. GSP fer í aðgerð fljótlega og svo aftur í stífa endurhæfingu og ætlar sér að komast í 100% stand aftur þó það sé ekki víst að hann muni keppa aftur í MMA. Þessi 32 ára bardagamaður verður frá í að minnsta kosti ár.