spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRenan Barao ver titilinn gegn T.J. Dillashaw á UFC 173

Renan Barao ver titilinn gegn T.J. Dillashaw á UFC 173

Bantamvigtarmeistarinn Renan Barao (32-1) mun mæta T.J. Dillashaw (9-2) í aðalbardaga kvöldsins á UFC 173 sem fram fer 24. maí næstkomandi. Þessi bardagi kemur í stað titilbardaga Chris Weidman og Lyoto Machida en Weidman meiddist á dögunum og þurfti að draga sig frá keppni.

Dillashaw hefur nú unnið fimm af síðustu sex, en margir töldu hann hafa unnið bardaga sinn gegn Raphael Assunção í október síðastliðnum. Assunção sigraði þann bardaga naumlega og bjuggust margir við að hann fengi næsta titilbardaga gegn Barao. Þrálát meiðsli hans valda því þó að hann mun ekki verða tilbúinn í tæka tíð og því fær Dillashaw nú tækifærið.

Barao varði titil sinn síðast í febrúar þegar hann sigraði Urijah Faber með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu en Faber er einmitt liðsfélagi Dillashaw hjá Team Alpha Male. Þeim Alpha Male mönnum hefur reyndar ekki gengið alltof vel í titilbardögum undanfarið. Fari svo að Dillashaw tapi gegn Barao mun það vera sjöundi titilbardaginn í röð sem þeir Alpha Male menn tapa en Faber, Joseph Benavidez og Chad Mendes hafa allir tapað sínum titilbardögum.

Dillashaw átti upprunalega að mæta Takeya Mizugaki á UFC 173 en fær nú tækifærið gegn meistaranum. Dillashaw leit mjög vel út í síðasta bardaga sínum gegn Mike Easton en spurningin er hvort hann sé tilbúinn í Renan Barao þar sem töluverður reynslumunur er á þessum tveim köppum.

spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular