Friday, July 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGeorges St. Pierre aftur með slitið krossband!

Georges St. Pierre aftur með slitið krossband!

SPO-UFC-158Fyrrum veltivigtarmeistarinn Georges St. Pierre tilkynnti á Twitter fyrr í kvöld að hann hefði aftur slitið krossband í hnénu.

Eins og bardagaáhugamönnum er kunnugt um ákvað GSP að taka sér hlé frá íþróttinni og yfirgaf veltivigtina ótímabundið í fyrra. Hann hefur þó haldið áfram að æfa þar sem hann sleit krossband í vinstra hné. Árið 2011 sleit GSP krossband í hægra hné og var lengi frá en kom til baka eftir stífa endurhæfingu og sigraði Carlos Condit. Það er ljóst að þetta er mikið áfall fyrir aðdáendur hans og hann sjálfan.

Þetta minnkar líkurnar enn meir á að við fáum að sjá GSP aftur í búrinu. GSP fer í aðgerð fljótlega og svo aftur í stífa endurhæfingu og ætlar sér að komast í 100% stand aftur þó það sé ekki víst að hann muni keppa aftur í MMA. Þessi 32 ára bardagamaður verður frá í að minnsta kosti ár.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular