spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGetur Paige VanZant farið alla leið?

Getur Paige VanZant farið alla leið?

Paige VanZantPaige VanZant sigraði Alex Chambers á dögunum og var það þriðji sigur hennar í UFC. Þessi 21 árs stelpa er nú á hraðri uppleið í UFC og gæti orðið stór stjarna í náinni framtíð.

Paige VanZant hefur margt til brunns að bera til að verða stór stjarna í MMA. Hún er ákveðin, grjóthörð og bætir sig stöðugt í hverjum bardaga. Hennar stærsti styrkleiki er þolið hennar en hún setur upp gríðarlega mikinn hraða í bardögum sínum sem andstæðingar hennar brotna undan. Útlit hennar vekur athygli en það er eitthvað sem hjálpar henni nákvæmlega ekkert í búrinu. Það gæti þó hjálpað henni í Hollywood og gæti hún orðið jafn stór stjarna og Ronda Rousey er. En til þess þarf hún fyrst að komast hærra í MMA og það getur hún svo sannarlega.

VanZant var lengi í ballet en eftir að fjölskylda hennar flutti til Reno í Nevada fylki var hún í leit að dansstúdíói. Pabbi hennar, sem er mikill MMA aðdáandi og glímdi á sínum yngri árum, sannfærði hana um að koma frekar með sér í MMA klúbb og prófa það. VanZant varð fljótt yfir sig hrifin af íþróttinni og hafði mikinn áhuga á að berjast. Hún þótti of ung til að berjast en vildi vera sem mest í kringum íþróttina og hún gat. Því var hún spjaldastelpa (e. ring girl) um tíma og verður það að teljast óvenjulegt að hún hafi verið of ung til að berjast en ekki of ung til að ganga um fáklædd og segja hvaða lota væri næst.

VanZant átti að vera í 20. seríu The Ultimate Fighter þar sem 16 konur kepptu um að verða fyrsti strávigtarmeistari UFC. VanZant var hins vegar ekki orðin 21 árs þegar upptökur fóru fram og fékk því ekki að vera í seríunni þar sem áfengi er í húsinu þar sem keppendur búa (þú þarft að vera orðin/n 21 árs til að mega drekka í Bandaríkjunum). Hún barðist því gegn Kailin Curran í sínum fyrsta UFC bardaga í nóvember í fyrra og sigraði með tæknilegu rothöggi í 3. lotu.

Paige VanZant

VanZant hefur sína gagnrýnendur og voru margir hissa á því þegar hún var ein af þeim fyrstu til að fá sérstakan Reebok samning. Á þeim tíma höfðu aðeins stærstu nöfnin og meistarar á borð við Conor McGregror, Ronda Rousey, Johny Hendricks og Anthony Pettis fengið slíkan Reebok samning. VanZant, sem þá var aðeins 1-0 í UFC, fékk slíkan samning en margir töldu að hún hafi einungis fengið samninginn út af útlitinu. Henni er þó slétt sama um gagnrýnendur og telur peningana sína í Reebok gallanum sínum.

Nú hefur hún sigrað þrjá bardaga í röð og þarf betri andstæðing en Alex Chambers til að bæta sig og komast hærra. Hún á margt enn ólært en hefur sýnt margt sem gefur til kynna að þarna fer hörku keppandi á ferð. Hún gefst ekki auðveldlega upp, hefur drápseðli, er grjóthörð, elskar að keppa og er frábær íþróttamaður. Þetta eru allt eiginleikar sem ekki er hægt að kenna.

Hún er ekki tilbúin til að berjast við núverandi meistara, Joanna Jedrzejczyk, en ef hún heldur áfram á sömu sigurbraut verður ekki langt í að hún fái titilbardaga (hvort sem hún verði tilbúin eða ekki). Svo lengi sem hún lætur ekki lokka sig til Hollywood of snemma gæti hún farið mjög langt í MMA. Stóra spurningin er, getur hún farið alla leið og orðið strávigtarmeistari UFC?

Paige VanZant

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular