Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaIngþór Örn einn af 10 sem fær styrk frá Macaco Branco

Ingþór Örn einn af 10 sem fær styrk frá Macaco Branco

ingþór örn
Mynd: Brynjar Hafsteins.

Ingþór Örn Valdimarsson, yfirþjálfari Fenris á Akureyri, er einn af tíu íþróttamönnum sem fær styrk frá Macaco Branco íþróttamerkinu. Fyrirtækið er finnskt og sérhæfir sig í fatnaði fyrir glímu.

Ingþór Örn hlaut svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu á dögunum frá Robson Barbosa. Macaco Branco var í leit að íþróttamönnum frá Norðulöndum til að styrkja og var umsóknarferlið opið öllum. Merkið valdi að lokum tíu einstaklinga til að styrkja en þetta verða fyrstu keppendurnir sem merkið styrkir.

„Við fengum margar umsóknir svo valið var ekki auðvelt. Þessir styrkir munu vonandi hjálpa merkinu okkar að vaxa og vonandi getum við samið við fleiri íþróttamenn,“ segir í tilkynningu frá forstjóra fyrirtækisins, Kimmo Nurmisto.

Samkvæmt heimasíðu þeirra bjóða þeir íþróttamönnum sínum upp á æfinga- og keppnisbúnað og tækifæri á að keppa á einstökum mótum.

Fyrirtækið mun bæta við sig fleiri keppendum og ættu áhugasamir að hafa samband við teamnordic@macacobranco.com. Hér má nálgast frekari upplýsingar um umsóknarferlið.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular