spot_img
Friday, November 15, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGilbert Burns er tilbúinn að mæta liðsfélaga sínum Kamaru Usman um titilinn

Gilbert Burns er tilbúinn að mæta liðsfélaga sínum Kamaru Usman um titilinn

Gilbert Burns átti frábæra frammistöðu gegn Tyron Woodley í gær. Burns er nú kominn ansi nálægt titilbardaga og er tilbúinn að mæta liðsfélaga sínum um titilinn.

Gilbert Burns vann allar loturnar gegn Tyron Woodley í gær og hefur unnið sex bardaga í röð og þar af fjóra í veltivigt. Burns hefur unnið sterka bardagamenn á borð við Alexey Kunchenko, Gunnar Nelson, Demian Maia og nú Woodley.

Eftir þessa góðu sigurgöngu er Gilbert Burns tilbúinn í titilbardaga gegn Kamaru Usman.

„Ég elska meistarann og æfingafélaga minn Kamaru Usman en gefið mér tækifæri. Dana White, Hunter Campbell, Sean Shelby, Kamaru, ég vil berjast um titilinn. Mikil ást og virðing gagnvart þér en ég er næstur. Ég er hérna, ég get barist í júlí, ég vil berjast um titilinn,“ sagði Burns í viðtalinu eftir bardagann.

Burns æfir ásamt Kamaru Usman hjá Henri Hooft í Hard Knocks 365 bardagaklúbbnum í Flórída. Burns og Usman hafa lengi æft saman og er Burns tilbúinn að leggja vinskapinn til hliðar fyrir titilbardaga.

„Þetta verður skrítið en við erum báðir atvinnumenn. Ég kann mjög vel við hann. Hann hvatti mig mikið þegar hann varð meistari. Ég sá hann þegar hann byrjaði, við höfum mikið glímt saman alveg frá byrjun. Þetta verður skrítið en ég vil berjast um titilinn og verða meistari. Hann er meistarinn og það er eina ástæðan fyrir því að ég myndi berjast við hann. Ég veit að Jorge Masvidal gæti verið þarna en ég tilkynnti UFC og Dana White að ég væri tilbúinn í júlí,“ sagði Burns á blaðamannafundinum eftir bardagann.

Burns er alltaf til í að berjast og væri til í annan andstæðing ef hann fengi ekki titilbardaga. „Ef það verður einhver annar sem fær titilbardaga er ég til í hvern sem er. Ef Colby Covington er ekki tilbúinn, gefið mér Leon Edwards. Ég vil berjast mikið.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular