Thursday, March 28, 2024
HomeErlentOrðaskipti Jon Jones og Dana White halda áfram

Orðaskipti Jon Jones og Dana White halda áfram

Dana White og Jon Jones hafa átt í orðaskiptum opinberlega að undanförnu. Jones vill mæta Francis Ngannou en samningaviðræður ganga illa.

Jon Jones hefur sagt að hann vilji mæta Francis Ngannou en bara ef hann fær betur borgað heldur en hann gerir í léttþungavigtinni þar sem áhættan er meiri í þungavigt. Jones og Dana White, forseti UFC, hafa átt í orðaskiptum síðustu daga og virðist samband þeirra hafa súrnað. Jones hefur gengið svo langt að óska eftir að samningi sínum verði rift.

Á blaðamannafundi í gær sagði Dana White að Jones fengi ekki það sem hann óskar eftir fyrir bardaga gegn Ngannou.

Þrátt fyrir að vera einn besti bardagamaður sögunnar segir Dana að Jones hafi ekki staðið undir væntingum. Dana segir að Jones hefði getað orðið mun stærri stjarna og þénað meira en vandræði hans utan búrsins hafa haldið aftur af honum.

„Hann hefði getað orðið LeBron James íþróttarinnar. Hann hefði getað orðið það stór. Það er sturlað að hann biðji um 20 eða 30 milljónir dollara miðað við það sem hann hefur gengið í gegnum. Hann getur gert það sem hann vill. Hann getur setið á hliðarlínunni eða barist. Jones getur sagt það sem hann vill opinberlega og barist þegar hann er tilbúinn,“ sagði Dana.

Jones hefur skorað á UFC að rifta samningi sínum við sig. Jones er sagður hafa óskað eftir 15 milljónum dollara fyrir Ngannou bardagann eða um helminginn af 30 milljón dollara launaseðli Deontay Wilder fyrir bardagann gegn Tyson Fury.

„Þú færð ekki 30 milljónir dollara fyrir að vera bestur í sögunni. Þú þarft að geta selt. Jon Jones segir að ég hafi eyðilagt orðspor hans en hann hefur staðið sig frábærlega í því að gera það sjálfur.“

Jon Jones var ekki lengi að svara Dana á Twitter.

Dana byrjar að tala um Jon Jones eftir 4:08.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular