spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGilbert Burns: Gunnar er mikil áskorun fyrir mig

Gilbert Burns: Gunnar er mikil áskorun fyrir mig

Embed from Getty Images

Gilbert Burns mætir Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn þann 28. september. Burns segir það hafa sína kosti og galla að taka bardaga með skömmum fyrirvara.

Gunnar Nelson átti upphaflega að mæta Thiago Alves í Danmörku en Alves þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. UFC staðfesti bardagann loksins í morgun en bæði Gunnar og Burns voru fljótir að samþykkja bardagann þegar Alves datt út í síðustu viku. Gilbert Burns kemur því í stað Thiago Alves með aðeins tveggja vikna fyrirvara.

„Það er heiður að berjast við Gunnar. Ég veit að flottur sigur á honum setur mig í góða stöðu. Ég þarf bara að lifa af þessa viku því ég veit að allir þjálfararnir eiga eftir að reyna að drepa mig. Ég þarf að lifa af þessa viku svo ég berjist vel í næstu viku,“ sagði Burns í viðtali við Kumite TV.

Gilbert Burns æfir hjá Hard Knocks 365 undir handleiðslu Henri Hooft. Burns mun æfa stíft alla þessa viku áður en hann heldur til Danmerkur þar sem æfingaálagið róast.

Líkt og Gunnar er Burns frábær glímumaður. Burns er þrefaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og hefur mikið álit á glímunni hjá Gunnari. „Mér finnst hann frábær glímumaður. Hann er með góðar fellur, góður í clinchinu, lokar fjarlægðinni mjög vel, vinnur mjög vel úr body lock, mjög góður að taka bakið, mountið er mjög gott og hann passar guardið mjög vel. Hann er mjög hættulegur bardagamaður.“

Gunnar hefur lengi verið á topp 15 styrkleikalistanum í veltivigtinni en eftir tapið gegn Leon Edwards í mars datt hann út af listanum. „Ég held að hann sé ekki á topp 15 listanum af því hann talar ekki nógu mikið. Hann ber virðingu fyrir öllum og rífur ekki kjaft. Hann er mjög vinsæll. Að mínu mati er hann mjög hættulegur og frábær glímumaður og frábær bardagamaður. Hann er mikil áskorun fyrir mig og ég mun leitast eftir að klára hann, en ég veit að ég er að fara á móti manni sem býr yfir miklum gæðum.“

Embed from Getty Images

Þetta er annar bardaginn í röð sem Burns tekur með skömmum fyrirvara. Burns sigraði Alexey Kunchenko þann 10. ágúst í Úrugvæ eftir að hafa tekið bardagann með aðeins tveggja vikna fyrirvara.

„Það eru kostir og gallar við að taka svona stuttar æfingabúðir. Ég átti að keppa á ADCC [sterkasta glímumót í heimi] sama dag þannig að ég var að glíma mikið og það er því frábært að ég sé að mæta glímumanni í búrinu. Það hentaði vel og það er gaman að taka bardaga með skömmum fyrirvara. Ég vil alltaf vera tilbúinn og hafa nóg að gera. Ég æfi vel allt á árið og finnst erfitt að vera í fríi og æfa ekki neitt. Ég sakna þess að æfa þegar ég á að hvíla.“

„Þegar undirbúningurinn er svona stuttur tekur maður engann skaða. Venjulega tökum við 6-12 vikna æfingabúðir og þá er farið hart og í algjört stríð á æfingum. Þá er maður oft lemstraður eftir æfingabúðirnar og oft meira lemstraður heldur en eftir bardaga.“

„Með löngum æfingabúðum er maður samt með betri leikáætlun. Þegar fyrirvarinn er svona stuttur þarf maður bara að einbeita sér að sjálfum sér. Ég veit í hverju hann er góður í og horfði á alla bardagana hans í dag svo ég verði tilbúinn fyrir hann. Ég veit hversu góður hann er en ég ætla bara að gera mitt. Ég veit að ég get notað mín bestu vopn til að klára hann. Þegar fyrirvarinn er svona stuttur þá verðuru að gera þitt og getur ekki hugsað of mikið um hvað andstæðingurinn ætlar að gera.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular