spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGilbert Burns með kórónaveiruna og berst ekki á UFC 251

Gilbert Burns með kórónaveiruna og berst ekki á UFC 251

Gilbert Burns var í gær greindur með kórónaveiruna. Burns getur því ekki mætt Kamaru Usman um næstu helgi á UFC 251.

Gilbert Burns hefur átt frábært ár og ætlaði að toppa það með titilbardaga gegn liðsfélaga sínum Kamaru Usman eftir slétta viku. UFC 251 fer fram á Yas Island í Abu Dhabi en skömmu áður en Burns áttu fljúga til Abu Dhabi fór hann í skimun og reyndist vera með kórónaveiruna.

Þjálfari hans Greg Davies og bróðir hans Herberg Burns voru einnig með veiruna. Fyrr í vikunni greindi liðsfélagi Burns, Aung La N Sang, að hann væri með veiruna en Sang berst í ONE Championship.

Það er óvíst á þessari stundu hvort UFC fái staðgengil í stað Burns. Jorge Masvidal og Leon Edwards komu báðir til greina sem næsti andstæðingur Usman áður en Burns fékk kallið en Masvidal hefur verið í opinberum útistöðum við UFC. Colby Covington setti nafn sitt í hattinn og vildi fá endurat gegn Usman.

Usman fór ekki um borð í flugið sitt til Abu Dhabi og er því enn í Bandaríkjunum. Tíminn gæti verið of knappur fyrir UFC að fá staðgengil enda þyrfti sá að fara í skimun í Bandaríkjunum og fá neikvæða niðurstöðu fyrst.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular