0

Pabbi Khabib fallinn frá

Pabbi Khabib Nurmagomedov, Abdulmanap, féll frá í morgun. Abdulmanap var 57 ára gamall og mikilvægur hlekkur í teymi Khabib.

Abdulmanap Nurmagomedov var í dái í nokkrar vikur á sjúkrahúsi í Moskvu. Abdulmanap greindist með kórónavírusinn og fékk hjartaáfall í kjölfarið. Abdulmanap fékk einnig heilablóðfall og tókst læknum að bjarga hjartanu en ekki heilanum. Abdulmanap vaknaði ekki úr dáinu eftir heilablóðfallið og lést hann í morgun.

Abdulmanap var mjög virtur þjálfari í sambó, júdó, ólympískri glímu og MMA. Hann hefur alla tíð tekið virkan þátt í undirbúningi Khabib fyrir bardaga hans í UFC en gat aðeins einu sinni verið í horninu hans í UFC vegna vandræða með að fá vegabréfsáritun í Bandaríkjunum. Abdulmanap var í horninu hans í síðasta bardaga Khabib gegn Dustin Poirier í september.

Abdulmanap lagði til leikáætlun fyrir alla bardaga Khabib ásamt þjálfurum Khabib hjá AKA í Bandaríkjunum. Abdulmanap var mjög virtur í MMA samfélaginu og hafði mikil áhrif á MMA í Rússlandi.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.