Þann 12. apríl mun Glory halda sína fimmtándu keppni í sparkboxi. Mörg þekkt nöfn í sparkbox heiminum berjast svo sem Tyrone Spong og Gökhan Saki.
Keppnin er haldin í Istanbúl en þetta er 15. keppnin sem Glory stendur fyrir. K1 hefur verið aðal keppni sparkboxara líkt og UFC er fyrir MMA í mörg ár en fjárhagserfileikar hafa þó gert K1 erfitt fyrir. Árið 2012 var Glory stofnað og stefndi strax á að endurlífga sparkboxið og gera það vinsælla í Bandaríkjunum. Þeim hefur tekist það hægt og rólega með frábærum keppnum og bardögum.
Á kvöldinu eru 11 bardagar og þar á meðal eru tveir undanúrslitabardagar í léttþungavigt. Tyrone Spong, sem er einn tæknilegasti sparkboxari sinnar kynslóðar, tekst á við Saulo Cavalari og Gokhan Saki, sem hefur verið á meðal þeirra bestu í langan tíma, tekst á við Nathan Corbett.