spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGoðsögnin: Jens Pulver

Goðsögnin: Jens Pulver

pulver front

Goðsögnin að þessu sinni er fyrsti UFC meistarinn í léttvigt, hinn litríki Jens Pulver. Hann barðist 47 sinnum á 14 árum, varði titil sinn í tvígang og sigraði meðal annars B.J. Penn.

Uppruni

Jens ‘Lil’Evil’ Pulver ólst upp í Washington fylki í Bandaríkjunum. Ungur var hann fórnarlamb heimilsofbelis en faðir hans beitt hann og þrjú systkini hans andlegu og líkamlegu ofbeldi. Pulver lýsti hræðilegri lífsreynslu sinni sem barn í bókinni Little Evil, One Ultimate Fighter’s Rise to the Top sem fæst á Amazon fyrir áhugasama. Eitt rosalegasta atvikið var þegar faðir Pulver setti haglabyssu upp í munn Jens, tók hana svo út sagði „Shit, ain’t worth a bullet”. Pulver var sjö ára.

lilevil

Líkt og margir bandarískir bardagakappar þá byrjaði Jens Pulver ungur að æfa ólympíska glímu. Á háskólaárunum færðist hann úr glímu í MMA og æfði á tímabili með hinu fræga teymi Ken Shamrock, Lions Den. Það var síðar faðir Ken Shamrock sem sendi hann til Pat Miletich þar sem hann æfði meira og minna alla tíð.

pat-miletich-jens-pulver

Einkenni

Jens Pulver er nokkuð ofvirkur náungi og mikill persónuleiki. Hann var þekktur fyrir mikla bardagagleði og hörku. Pulver var aðhliðagóður bardagamaður með þungar hendur og seigur á gólfinu. Besta einkennið er sennilega stórt hjarta en það var aldrei að finna uppgjöf í honum.

Stærstu sigrar

Jens Pulver vann UFC titilinn í léttvigt með sigri gegn Caol Uno en langstærsti sigurinn var í hans annarri titilvörn gegn ungum B.J. Penn. Penn hafði byrjað ferilinn í UFC og sigrað sína fyrstu þrjá bardaga, alla í fyrstu lotu. Penn þótti mun sigurstranglegri en Pulver hlustaði ekki á efasemdaraddir og neitaði að gefa sig. Penn átti fyrstu loturnar en hann ógnaði Pulver á gólfinu og var næstum búinn að gera út um bardagann í lok annarrar lotu með „armbar”. Pulver snéri hins vegar vörn í sókn, barðist eins og ljón út bardagann og sigraði örugglega á stigum. Eftir bardagann sagði hann í tilfinningaríkri ræðu „I’ve been beat on my whole life, this is nothing”.

UFC 35: Pulver v Penn

Verstu töp

Jens Pulver tapaði 19 sinnum á ferlinum en sum voru verri en önnur eins og gengur. Hann tapaði ekki UFC titlinum í búrinu heldur yfirgaf hann UFC og var því sviptur titlinum. Duane Ludwig og Takanori Gomi rotuðu hann báðir í fyrstu lotu árin 2003 og 2004. Pulver tapaði í tvígang gegn Urijah Faber í stórum bardögum í WEC. Hefði hann sigrað fyrri bardagann hefði hann orðið meistarinn í WEC og því er það tap nokkuð þýðingarmikið.

Takanori-Gomi-vs-Jens-Pulver

Eftirminnilegasta tapið var hins vegar á UFC 63 þar sem Jens Pulver snéri aftur eftir rúmlega fjögurra ára fjarveru. Í hans fyrsta bardaga mætti hann hinum þá óþekkta Joe Lauzon sem rotaði hann með tilþrifum á innan við mínútu. Það voru hrikalega óvænt úrslit og má oft finna bardagann á topplistum yfir óvæntustu sigrana í UFC.

joe_lauzon

Fáir vita

Jens Pulver er með það sem kallað er Heterochromia sem þýðir að hann er með augu í misjöfnum lit, hægra augað er blátt en hið vinstra brúnt.

Pulver átti við alvarlega World of Warcraft fíkn að stríða seint á ferlinum. Hann spilaði allar nætur og átti enga orku eftir þegar kom að æfingum. Hann hélt þó áfram að taka bardaga vegna peningaskorts en æfði lítið vegna tölvuleikjafíknar sinnar.

warcraft

Hvar er hann í dag?

Jens Pulver er giftur maður, á tvö börn og verður fertugur næstkomandi desember. Samband hans við fyrrverandi samstarfsfélaga eins og Pat Miletich og Dana White hefur hins vegar verið mjög stirt undanfarið.

Það sem sorglegast er að Pulver er enn að daðra við þann draum að snúa aftur í búrið þrátt fyrir að hafa lagst í helgan stein fyrir tveimur árum. Árið 2011 var gerð áhugaverð heimildarmynd um kappann, hér eru fyrstu fimmtán mínúturnar:

https://www.youtube.com/watch?v=973JCRtjS3E

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular