spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGoðsögnin: Rickson Gracie

Goðsögnin: Rickson Gracie

Rickson Gracie

Rickson Gracie er frumkvöðull og goðsögn í MMA þrátt fyrir að hafa aldrei unnið titil og eða barist í UFC. Hann barðist mestan hluta ferilsins í Japan í keppnum sem kölluðust Vale Tudo en voru í raun ekkert annað en MMA með færri reglum en þekkist í dag.

Rickson Gracie keppti 11 sinnum á ferlinum í MMA og gjörsigraði alla andstæðinga sína með uppgjafartaki. Það er óheppilegt að hann mætti aldrei stærstu stjörnum íþróttarinnar en engu að síður er hann þekktur sem einn besti bardagamaður sögunnar.

Upphafið

Rickson Gracie er einn af fjölmörgum sonum Hélio Gracie og er almennt talinn besti glímumaður fjölskyldunnar. Hann byrjaði að keppa í brasilísku jiu-jitsu aðeins fjögurra ára gamall og var kominn með svarta beltið 18 ára. Gracie varð þekktur fyrir að berjast við og sigra hina ýmsu áskorendur í hinum ýmsu glímuíþróttum.

Einkenni

Bardagastíll Rickson Gracie var nokkuð afgerandi. Allt snérist um að ná andstæðingnum í gólfið og klára bardagann þar með uppgjafartaki. Hann varð aldrei afburða „striker“ en þurfti svo sem aldrei á því að halda. Við skulum njóta þess að sjá Rickson Gracie gera það sem hann gerði best, glíma:

Stærstu sigrar

Það eru ekki stór nöfn á ferlinum en í hans síðasta bardaga sigraði Gracie Masakastu Funaki sem hafði áður sigrað Bas Rutten, Ken Shamrock, Frank Shamrock, Guy Mezger og Semmy Schilt. Bardaganum lauk á 13. mínútu með „rear-naked choke“ frá Rickson Gracie.

Rickson Gracie funaki
Verstu töp

Rickson Gracie hætti keppni ósigraður. Það má þó segja að stærsti lösturinn á hans ferli sé sú staðreynd að hann hafi aldrei barist við þá bestu. Sagan segir að í hvert sinn sem hann fékk tilboð um að berjast við þá bestu hafi hann óskað eftir óraunhæfum peningaupphæðum í staðinn sem varð til þess að ekkert varð úr bardögunum.

Fáir vita

Rickson fékk gælunafnið „The Bear“ frá föður sínum sem sagði það að glíma við hann væri eins og að glíma við björn.

Rickson hefur haldið því fram að hann hafi sigrað 400 bardaga í MMA, Vale Tudo (bæði á götunni og í heimsóknum í önnur bardagafélög), BJJ, Júdó og Sambó og að hann hafi aldrei tapað bardaga í lífi sínu. Margir hafa dregið þessa frásögn hans í efa, meðal annars faðir hans, Hélio. Þá á Rickson allavega eitt skráð tap á Sambó móti árið 1993 gegn Ron Tripp nokkrum. Rickson afsakaði sig með því að hann þekkti ekki Sambó reglurnar (þrátt fyrir að hafa keppt í Sambó áður) og vildi meina að þar sem að hann vissi ekki að hreint kast endaði með fullnaðarsigri ætti ekki að telja þennan bardaga sem tap.

Rickson Gracie

Hvar er hann í dag?

Í dag er Rickson Gracie 57 ára og er löngu hættur keppnum. Í fyrra var Jiu-Jitsu Times með aprílgabb sem gekk út að hann myndi keppa í Metamoris við besta glímukappa í heimi, Marcus ‘Buchecha’ Almeida, en slíkt hefði verið algjör brjálæði. Gracie lifir annars látlausu lífi, heldur námskeið og lætur sjá sig á Jiu-Jitsu viðburðum. Þá má oft sjá hann í horninu hjá syni sínum, Kron Gracie, er hann keppir í BJJ og nú í MMA.

Að lokum viljum við mæla með frábærri heimildarmynd um Rickson Gracie, Choke, sem hægt er að sjá í heilu lagi hér:

https://www.youtube.com/watch?v=BjvzJO-6ESc

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular