spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar berst í kvöld!

Gunnar berst í kvöld!

gunnar_UFC_dublin_weighIn_2014-1
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Dagurinn er runninn upp, Gunnar Nelson berst í kvöld sinn fjórða bardaga í UFC. Andstæðingurinn er stór bandarískur glímumaður að nafni Zak Cummings.

Það er erfitt að komast í UFC. Til þess þarftu að vera með gott bardagaskor og vera spennandi og skemmtilegur bardagamaður. Það er hins vegar enn erfiðara að halda sér í UFC. Gunnar virðist vera á góðri leið með að festa sig í sessi sem einn allra besti bardagamaður Evrópu í dag og er einn af þeim efnilegustu í heimi í íþróttinni. Uppgangur hans hefur verið með ólíkendum og skal engan undra ef strákurinn okkar fari einfaldlega alla leið og taki titil!

Þegar Mjölnir var að stíga sín fyrstu spor í MMA var bardagaklúbburinn ekki stór en hann hefur nú stækkað umtalsvert á stuttum tíma. Flest af þessum minni MMA félögum (eins og Mjölnir var) hafa sína heimahetju. Einstakling sem meðlimir félagsins halda að geti farið alla leið í MMA, alla leið í UFC og lengra. Það er aftur á móti sjaldgæfara að slíkar hetjur nái í UFC og enn sjaldgæfara að slíkar hetjur haldi sér þar.

Gunnar hefur sýnt að hann er meira en einhver heimahetja, hann hefur margoft sýnt að hann er í heimsklassa og á vel heima í UFC. Íslendingar geta verið stoltir af okkar manni, ekki bara vegna frammistöðu hans í búrinu heldur einnig hvernig hann ber sig utan þess.

Það má þó ekki gleyma hluta erlendu þjálfara Gunnars í gegnum tíðina. John Kavanagh hélt námskeið hér á landi þegar Mjölnir var tiltölulega nýbyrjaður og hefur síðan þá verið góður vinur og þjálfari Gunnars. Renzo Gracie kom hingað til lands og hélt námskeið í Mjölni þar sem hann tók eftir hæfileikum Gunnars. Í framhaldi af því bauð hann honum að koma að æfa hjá sér í New York í einu fremsta glímufélagi heims. Þetta er hálfgerð öskubusku saga. Heimsþekktur þjálfari kemur í lítinn bæ þar sem hann sér ótrúlega hæfileika og getu í ungum strák og býður honum að koma að æfa hjá sér.

Það má heldur ekki gleyma fólkinu í kringum Gunnar. Hann hefur fengið ótrúlegan stuðning frá fjölskyldu og félagi til að eltast við drauminn. Árangur Gunnars sýnir að þetta er hægt. Hvar sem þú ert staddur í heiminum er hægt að komast alla leið, svo lengi sem einstaklingurinn hefur áhugann, metnaðinn og viljann til að komast alla leið.

Aðalhluti bardagakvöldsins í kvöld hefst kl 19 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Gunnar Nelson er í næstsíðasta bardaga kvöldsins og er spennan heldur betur farin að segja til sín. Uppgangur Gunnars hefur verið með ólíkindum og vonandi heldur uppgangurinn áfram í kvöld.

Áfram Gunnar!

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular