Friday, July 12, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: McGregor vs. Brandao

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: McGregor vs. Brandao

UFC-Fight-Night-620x330Laugardaginn 19. júlí keppir okkar maður Gunnar Nelson í Dublin, Írlandi. Það eitt og sér ætti að vera nægileg ástæða fyrir íslenska MMA-aðdáendur til að fylgjast með viðburðinum, en ef þú þarft fleiri ástæður koma hér nokkrar í viðbót:

  • Þú getur horft á viðburðinn á kvöldmatstíma. Aðalbardagar kvöldsins eru fjórir talsins og hefst útsending á Stöð 2 Sport kl. 19.00. Smárabíó verður með beina útsendingu sem og flestir íþróttabarir á landinu og ljóst að það verður brjáluð stemmning fyrir þessum viðburði hér á landi.
  • Ian McCall gegn Brad Pickett verður frábær bardagi. Þessir tveir fluguvigtarmenn áttu að mætast síðast þegar UFC kom til London, þann 8. mars, en McCall dró sig úr þeim bardaga vegna meiðsla. Pickett ásakaði hann í kjölfarið um að hafa gert sér upp meiðsl og hafa þessir tveir kappar skotið föstum skotum að hvor öðrum á samfélagsmiðlum. Hvað sem því varðar eru þeir báðir mjög spennandi bardagakappar og ljóst að þetta verður ekki leiðinlegur bardagi.
  • gunnar_UFC_dublin_openWorkout_2014-44
    Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson

    Conor McGregor snýr aftur eftir meiðsli. McGregor er án efa ein af skærustu stjörnum UFC þessa stundina en hefur verið á hliðarlínunni eftir krossbandsaðgerð. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann getur haldið áfram á sömu braut og fyrir meiðslin – hann vill ólmur snúa aftur í búrið og halda áfram för sinni að fjaðurvigtarbeltinu. Hann er jafnframt einn af mest spennandi fjaðurvigtarmönnum UFC þessa stundina og verður með 8000 tryllta Íra á bakvið sig á laugardaginn.

  • Zak Cummings er sterkur andstæðingur. Margir virðast vera á því að Cummings sé ekki nægilega sterkur andstæðingur fyrir Gunna, en ekki má gleyma að hann hefur unnið sjö af síðustu átta bardögum sínum. Þá var hann óhræddur við að berjast í jörðinni gegn heimsklassa svartbeltinginn Yan Cabral og það lofar góðu fyrir aðdáendur gólfglímunnar að sjá hann reyna að etja kappi við Gunnar í gólfinu. Fimm af síðustu sjö sigrum hans hafa komið eftir uppgjafartök og því ljóst að Cummings hefur mikla trú á gólfglímu hæfileikum sínum.
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular