spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeUncategorizedGunnar: Hef ekkert spáð í Bellator

Gunnar: Hef ekkert spáð í Bellator

Gunnar Nelson á mikilvægan bardaga framundan í Danmörku á laugardaginn. Gunnar mætir þá hinum hættulega Gilbert Burns í Kaupmannahöfn.

Gilbert Burns er talinn sigurstranglegri fyrir bardagann hjá veðbönkum gegn Gunnari. Gunnar tapaði síðast fyrir Leon Edwards en hann hefur aldrei tapað tveimur bardögum í röð á ferlinum. Staða Gunnars í UFC yrði eðlilega verri með öðru tapi og því mikilvægt fyrir Gunnar að komast aftur á sigurbraut.

Gunnar á ekki marga bardaga eftir af samningi sínum og því getur tap á þessum tímapunkti verið dýrkeypt. Ef samningurinn við UFC myndi renna út áður en nýtt tilboð kæmi yrði Gunnari frjálst að ræða við önnur bardagsamtök á borð við Bellator og Professional Fighters League (PFL). Gunnar er samt lítið að spá í Bellator og langar bara að vera áfram í UFC.

„Ég hef ekkert spáð í Bellator. Hef enga trú á að ég fái ekki nýjan samning við UFC, ef ég á að vera hreinskilinn. Ég hef ekkert verið að spá í því. En þú tekur bara á þeim vandamálum hverju sinni og ég nenni ekki að vera neitt alltof mikið að spá í þessu eins og er. Fer bara inn í næsta bardaga og vinn hann. Punktur,“ sagði Gunnar í Tappvarpinu í sumar.

Bellator hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnu ári og þá sérstaklega í Evrópu. Bellator landaði samningi við SkySports og hafa samið við marga evrópska bardagamenn á þessu ári. Þá er John Kavanagh, þjálfari Gunnars, í góðum tengslum við Bellator.

„Mig langar miklu meira að berjast í UFC. Ég hef í rauninni engan áhuga á að skipta yfir í Bellator og sé ekki alveg ástæðuna af hverju ég ætti að gera það. Ef það ætti að bjóða mér heilan haug [af peningum] sem Bellator eru ekki að fara að gera þá myndi maður mögulega íhuga og meta, ég átta mig ekki alveg á því. En ég hef engan áhuga á að skipta.“

Í Bellator er lyfjaeftirlitið mjög lítið og strangt lyfjaeftirlit eins og í UFC er eitthvað sem skiptir Gunnar máli.

Gunnar segist eiga nóg eftir og telur sig ennþá geta náð lengra. „Þessi töp eru bara lærdómur. Það er erfitt að ætla að fara alla leið án þess að misstíga sig og læra af því. Við erum lítil hér heima, maður er ekki með aragrúa af æfingafélögum, allar týpur og þannig. Þannig að maður þarf líka að prófa að misstíga sig í keppnum. Þetta er bara mitt journey, ég er ekkert að gefast upp þó ég tapi á móti sterkum gæjum. Það er bara eitthvað sem ég þarf að taka inn, læra af og gera betur. Þetta er ekkert flóknara en það.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular