Uppröðun bardaganna á UFC bardagakvöldinu í Danmörku er klár. Þar verður Gunnar í þriðja síðasta bardaga kvöldsins.
Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jack Hermansson og Jared Cannonier. Upphaflega var talið að Gunnar myndi vera í næstsíðasta bardaga kvöldsins (e. co-main event) þar sem Gunnar var á plakatinu sem var birt í sumar.
Nú er hins vegar ljóst að nýliðinn Mark Madsen (8-0) verði í næstsíðasta bardaga kvöldsins gegn Ítalanum Danilo Belluardo. Madsen er Dani og hlaut silfur á Ólympíuleikunum í grísk-rómverskri glímu árið 2016. Hann fær því gott pláss fyrir sinn fyrsta bardaga.
Gunnar mætir Gilbert Burns á laugardaginn en þetta verður fyrsta bardagakvöld UFC í Danmörku. Röð bardaganna á aðalhluta bardagakvöldsins má sjá hér.
Your line-up for #UFCCopenhagen this Saturday is lookin' good!! 🇩🇰
— UFC Europe (@UFCEurope) September 23, 2019
Give us your early predictions… pic.twitter.com/UjRFV3AFku