spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGunnar í 3. síðasta bardaga kvöldsins í Danmörku

Gunnar í 3. síðasta bardaga kvöldsins í Danmörku

Uppröðun bardaganna á UFC bardagakvöldinu í Danmörku er klár. Þar verður Gunnar í þriðja síðasta bardaga kvöldsins.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jack Hermansson og Jared Cannonier. Upphaflega var talið að Gunnar myndi vera í næstsíðasta bardaga kvöldsins (e. co-main event) þar sem Gunnar var á plakatinu sem var birt í sumar.

Nú er hins vegar ljóst að nýliðinn Mark Madsen (8-0) verði í næstsíðasta bardaga kvöldsins gegn Ítalanum Danilo Belluardo. Madsen er Dani og hlaut silfur á Ólympíuleikunum í grísk-rómverskri glímu árið 2016. Hann fær því gott pláss fyrir sinn fyrsta bardaga.

Gunnar mætir Gilbert Burns á laugardaginn en þetta verður fyrsta bardagakvöld UFC í Danmörku. Röð bardaganna á aðalhluta bardagakvöldsins má sjá hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular