spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar mætti á blaðamannafundinn - Læri af þessu

Gunnar mætti á blaðamannafundinn – Læri af þessu

Gunnar Nelson tapaði fyrr í kvöld fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow. Gunnar var rotaður í 1. lotu en hann mætti samt á blaðamannafundinn til að svara spurningum fjölmiðla.

Gunnar var rotaður eftir 1:24 í 1. lotu gegn Santiago Poninibbio. Þetta var aðalbardagi kvöldsins og fyrsta tap Gunnars eftir rothögg.

Gunnar sagði á blaðamannafundinum að hann hefði náð nokkrum góðum höggum í Santiago snemma en fékk þumalputta frá Ponzinibbio í augað. Í stað þess að láta dómarann vita og láta gera hlé á bardaganum sagðist Gunnar hafa verið gráðugur eftir að hafa náð góðum höggum í Santiago snemma.

„Mér var að ganga mjög vel í upphafi bardagans. Ég náði honum með upphöggi og hann potaði í augað á mér og ég hefði átt að segja eitthvað þar sem ég sá tvöfalt það sem eftir var bardagans. Hann náði mér með höggi sem ég sá ekki. Augað er ennþá aumt en svona er þetta bara. Ég hefði átt að segja eitthvað og ég veit ekki af hverju ég gerði það ekki. Kannski hefði ég séð þetta högg en svona er þetta,“ sagði Gunnar og árétti að hann væri ekki að afsaka sig, aðeins að vera hreinskilinn og segja hvað hann væri að hugsa.

„Ég læri af þessu. Ég þarf að fara meira varlega og hefði átt að sjá þetta. Ég vil ekki afsaka mig, ég hefði átt að gera hlé á bardaganum þar sem ég sá tvö Ponzinibbio. Það er það síðasta sem ég man áður en dómarinn stöðvaði þetta.“

„Kannski hefðu viðbrögðin ekki endilega verið betri þó ég hefði séð vel en svona líður mér. Ég er að skamma mig fyrir þetta en var gráðugur. Hefði átt að leyfa auganu að jafna sig en hér erum við. Maður vinnur eða lærir.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular