spot_img
Wednesday, October 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentSantiago Ponzinibbio: Ber mikla virðingu fyrir Gunnari

Santiago Ponzinibbio: Ber mikla virðingu fyrir Gunnari

Santiago Ponzinibbio var að vonum brattur eftir sigurinn á Gunnari í Glasgow. Þetta var hans fimmti sigur í röð og mun hann klífa upp styrkleikalistann eftir þetta.

Argentínumaðurinn kláraði Gunnar með höggum eftir 1:24 í 1. lotu. Þetta er í fyrsta sinn sem Gunnar er kláraður á ferlinum.

„Ég æfði mjög vel í langan tíma og vissi að góð úrslit kæmu. Ég ber mikla virðingu fyrir Gunnari og vissi að hann myndi koma til leiks tilbúinn í stríð. Að vinna sterkan andstæðing eins og hann í fyrstu lotu, á innan við tveimur mínútum, kom mér á óvart. Þetta eru úrslit fyrir þá sem höfðu ekki trú á mér,“ sagði Ponzinibbio eftir bardagann.

Ponzinibbio kýldi Gunnar niður með beinni hægri og bakkaði Gunnar að búrinu vankaður. Þar var Gunnar felldur með hárbeittri stungu.

„Ímyndið ykkur hvað hægri höndin mín getur gert ef stungan mín getur gert þetta? Ég er tilbúinn að berjast við alla í flokknum en væri til í Neil Magny eða Carlos Condit næst. Mig langar að sýna að ég geti orðið heimsmeistari.“

Santiago Ponzinibbio

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular