spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson fellur niður um eitt sæti á styrkleikalista UFC

Gunnar Nelson fellur niður um eitt sæti á styrkleikalista UFC

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Á nýjum styrkleikalista UFC hefur Gunnar Nelson fallið niður um eitt sæti. Hann er nú í 15. sæti eftir að hafa verið áður í 14. sæti.

UFC raðar keppendum í 15 sæti á eftir meistaranum í hverjum þyngdarflokki fyrir sig. Styrkleikalisti UFC er uppfærður rúmlega 36 klukkustundum eftir hvern viðburð. Listinn er valinn af fjölmiðlafólki sem setur saman sinn lista yfir topp 15 keppendur í hverjum þyngdarflokki fyrir sig. Meistarinn í hverjum flokki er ekki á listanum heldur einfaldlega skráður sem meistari þannig að það má í raun segja að listinn samanstandi af topp 15 áskorendum í hverjum þyngdarflokki.

Ryan LaFlare var áður í 15. sæti listans en af einhverjum ástæðum höfðu þeir Gunnar sætaskipti. Gunnar og LaFlare áttu að mætast í Dublin síðasta sumar áður en LaFlare meiddist. LaFlare hefur ekkert barist síðan í apríl í fyrra en snýr aftur í búrið þann 21. mars þegar hann mætir Demian Maia.

Það ætti ekki að leggja of mikla merkingu á bakvið sætaskiptin hver svo sem ástæðan sé að baki. Gunnar Nelson er ekki enn kominn með næsta bardaga en vonast eftir að fá bardaga á sama bardagakvöldi og Conor McGregor á UFC 189 í júlí.

Veltivigtarlistan má sjá hér að neðan en alla listana má sjá á vef UFC hér.

ufc rankings

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular