spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson: Gat ekki barist á einum ökkla

Gunnar Nelson: Gat ekki barist á einum ökkla

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Eins og áður hefur komið fram er Gunnar Nelson meiddur og getur ekki barist á bardagakvöldinu í Belfast í nóvember. Gunnar sendi frá sér yfirlýsingu fyrir skömmu þar sem hann kvaðst vera afar leiður yfir meiðslunum.

Gunnar átti að mæta Dong Hyun Kim í aðalbardaganum í Belfast þann 19. nóvember. Á föstudaginn greindi Ariel Helwani frá því að Gunnar væri meiddur og gæti ekki barist í Belfast.

„Ég hlakkaði mikið til að berjast aftur í Írlandi en það er ekki að gerast út af heimskulegum ökklameiðslum sem áttu sér stað á opnu æfingunni þegar miðasalan hófst,“ segir Gunnar meðal annars í yfirlýsingunni. Gunnar bendir í póstinum á myndband sem sýnir atvikið. Myndband af æfingunni má sjá hér en meiðslin áttu sér stað eftir u.þ.b. 1:15 hér að neðan:

https://www.youtube.com/watch?v=Ye4yzUGh6DM

Gunnar reyndi að halda áfram að æfa eftir meiðslin en ökklinn var ekki að lagast eins og vonir stóðu til. „Ég gat ekki sett neinn þunga í fótinn og óttaðist að ég þyrfti að hætta við bardagann. 10 dögum síðar gat ég gengið eðlilega og taldi ég að bardaginn gæti farið fram. Í nokkrar vikur gerði ég allt sem ég gat til að verða betri svo ég gæti haldið áfram að æfa venjulega. Ég gat þó aldrei skoppað, farið inn og út eða glímt. Ég gerði það sem ég gat eins og að synda, róa og ýmislegt fleira og taldi að ég myndi lagast.“

„Fyrir viku síðan vorum ég og þjálfararnir sammála um að þetta tæki lengri tíma að jafna sig og að ég gæti ekki barist á einum ökkla og án þess að æfa bardagaíþróttir. Mér þykir þetta afar leitt.“

„Ég mun snúa fljótt aftur, betri en nokkru sinni fyrr,” sagði Gunnar svo að lokum.

Póstinn á Instagram má sjá í heild sinni hér að neðan:

I want begin with saying im very sorry to all my fans, sponsors, friends and StunGun that im pulling out of this fight in Belfast. I was so much looking forward to fighting again in Ireland and now its not happening because of a stupid ankle twist that ironacly happend in a UFC open work out!! It happend at 1:08min into the video that was live on facebook for those who want to see it, its still up i think. Right away i wasnt sure how serious it was so i kept face and rolled a little on but told my training partner Kenny Baker about it during and he knew all about it he said because he felt the massive click when it happend. I was forced to stop within minutes because i relised it was bad. For a few days i was not able to put any weight on the leg and thought i had to pull out and felt devastated but then within 10 days i got to a state where i could walk normaly without much pain so i thought again that i was gonna fight and felt great. For a few weeks i was doing everything that i could to get better so i would be able to return to proper training again but that next step of being able to bounce, move in and out and grapple just would not happend. I kept doing everything i could wich was mostly rowing, swimming and bits here and there thinking i would get there. A week ago my trainers told me and i was starting to relise that this was gonna take more time and i could not go into this fight with one ankle and not realy any martial art training at all 🙁 Again i am so sorry for this but to all who already booked their tickets and travels and all the fans that were looking forward to this fight like I was. I will be back soon better then ever. Thank you all for all the support and I’m sorry for any inconvenience. Photo: @michaelquiet

A photo posted by Gunnar Nelson (@gunninelson) on

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular