spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGunnar Nelson kominn í 8. sæti eftir breytingar á styrkleikalistanum

Gunnar Nelson kominn í 8. sæti eftir breytingar á styrkleikalistanum

Gunnar Lúðvík NelsonNokkrar breytingar áttu sér stað á styrkleikalista UFC í veltivigtinni eftir bardaga síðustu helgar. Gunnar Nelson fór upp um eitt sæti og er nú kominn í 8. sæti.

Tveir mikilvægir bardagar fóru fram í veltivigtinni um síðustu helgi á UFC bardagakvöldinu í Singapúr. Colby Covington sigraði Dong Hyun og Rafael dos Anjos sigraði Tarec Saffiedine.

Fyrir helgina var Kim í 7. sæti en eftir tapið gegn Covington fellur hann niður um tvö sæti og Covington, sem áður var ekki á listanum, skýst upp í 10. sæti. Fyrrum léttvigtarmeistarinn Rafael dos Anjos barðist sinn fyrsta bardaga í veltivigtinni um síðustu helgi og fer hann upp í 11. sæti í nýja þyngdarflokkinum. Andstæðingur hans, Tarec Saffiedine, dettur niður um fjögur sæti.

Við þessar breytingar fer Gunnar upp í 8. sæti og hefur hann aldrei verið ofar. Donald Cerrone fór einnig upp um eitt sæti og tekur hann sæti Dong Hyun Kim. Andstæðingur Gunnars í Skotlandi, Santiago Ponzinibbio féll niður um eitt sæti og skipar nú 14. sæti.

Listann í veltivigtinni má sjá hér að neðan en hér má svo sjá styrkleikalista allra þyngdarflokkanna í UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular