Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeForsíðaErlendir bardagamenn aðstoða Gunnar í undirbúningnum

Erlendir bardagamenn aðstoða Gunnar í undirbúningnum

Gunnar Nelson sparrUndirbúningur Gunnars Nelson fyrir bardaga sinn í Skotlandi þann 16. júlí er nú í fullum gangi. Nokkrir erlendir bardagamenn hafa komið hingað til lands til að aðstoða Gunnar í undirbúningnum.

Gunnar mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Glasgow. Bardaginn verður fimm lotur og hefur Gunnar fengið nokkra erlenda bardagamenn hingað til lands til að aðstoða sig við undirbúninginn.

Peter Queally (10-3) hefur verið hér lengst en hann berst hjá Fight Nights Global í Rússlandi. Queally æfir hjá SBG í Dublin og hefur dvalið hér í nokkrar vikur. Queally er þekktur fyrir að vera með gott þol og segir að Gunnar hafi aldrei verið í betra formi.

Luka ‘Hitman’ Jeljic (10-2) er 28 ára Króati sem æfir hjá SBG í Dublin. Luka berst í króatísku bardagasamtökunum Final Fight Championship og er hann ríkjandi léttvigtarmeistari þar.

Abner ‘Skullman’ Lloveras (20-9) er 34 ára Spánverji. Abner er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og er helst þekktastur fyrir að vera í 22. seríu The Ultimate Fighter þar sem þeir Conor McGregor og Urijah Faber voru þjálfarar. Þar datt hann út í 8-manna úrslitum eftir umdeilda dómaraákvörðun. Lloveras fékk bardaga á lokakvöldi TUF 22 en tapaði þar fyrir Chris Gruetzemacher og fékk ekki áframhaldandi samning við UFC.

Þeir Abner og Luka komu báðir í síðustu viku og verða hér ásamt Queally á næstu vikum. Þeir munu aðstoða Gunnar við undirbúninginn ásamt Keppnisliði Mjölnis.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular