Saturday, May 18, 2024
HomeErlentPeter Queally: Aldrei séð Gunnar í jafn góðu formi

Peter Queally: Aldrei séð Gunnar í jafn góðu formi

Írski bardagamaðurinn Peter Queally dvelur nú á Íslandi þar sem hann aðstoðar Gunnar Nelson við undirbúning sinn fyrir bardaga hans í Skotlandi í júlí. Queally segir að Gunnar sé kominn í rosalegt form og að þolið verði ekki vandamál hjá Gunnari í bardaganum.

Gunnar Nelson mætir Santiago Ponzinibbio í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi þann 16. júlí. Bardaginn er fimm lotur og segir Queally að Gunnar verði tilbúinn fyrir það.

Peter Queally (10-3) berst hjá Fight Nights Global bardagasamtökunum í Rússlandi og er sáttur með samninginn sinn þar. Einn af hans styrkleikum er þolið og verður hann seint þreyttur. Á meðan á dvöl hans stendur býr hann hjá Gunnari og taka þeir reglulega þolæfingar á róðravélinni í stofunni.

Queally æfir hjá SBG í Dublin og hefur æft með Conor McGregor í áraraðir. Queally telur að æfingafélagi sinn geti sigrað Floyd Mayweather þegar þeir mætast þann 26. ágúst.

Viðtalið við Queally má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular