0

Peter Queally: Aldrei séð Gunnar í jafn góðu formi

Írski bardagamaðurinn Peter Queally dvelur nú á Íslandi þar sem hann aðstoðar Gunnar Nelson við undirbúning sinn fyrir bardaga hans í Skotlandi í júlí. Queally segir að Gunnar sé kominn í rosalegt form og að þolið verði ekki vandamál hjá Gunnari í bardaganum.

Gunnar Nelson mætir Santiago Ponzinibbio í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi þann 16. júlí. Bardaginn er fimm lotur og segir Queally að Gunnar verði tilbúinn fyrir það.

Peter Queally (10-3) berst hjá Fight Nights Global bardagasamtökunum í Rússlandi og er sáttur með samninginn sinn þar. Einn af hans styrkleikum er þolið og verður hann seint þreyttur. Á meðan á dvöl hans stendur býr hann hjá Gunnari og taka þeir reglulega þolæfingar á róðravélinni í stofunni.

Queally æfir hjá SBG í Dublin og hefur æft með Conor McGregor í áraraðir. Queally telur að æfingafélagi sinn geti sigrað Floyd Mayweather þegar þeir mætast þann 26. ágúst.

Viðtalið við Queally má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.