0

Gunnar Nelson mætir Neil Magny í Liverpool (staðfest)

Það var nú staðfest rétt í þessu að Gunnar Nelson mætir Neil Magny. Bardaginn fer fram á UFC bardagakvöldinu í Liverpool þann 27. maí.

UFC staðfesti nú í morgun bardagann og verður hann næstsíðasti bardagi kvöldsins. Þetta verður stór bardagi fyrir Gunnar og mikilvægur á þessu stigi ferilsins.

Gunnar tapaði síðast fyrir Santiago Ponzinibbio eftir rothögg í 1. lotu. Eftir rothöggið kaus Gunnar að taka sér hlé frá keppni en hefur verið að æfa vel undanfarna mánuði. Gunnar hefur beðið eftir því að fá bardaga núna síðan í ársbyrjun og segir hann það vera mikinn létti að vera kominn með bardaga.

Neil Magny er 13-5 á ferli sínum í UFC en hann hefur verið duglegur að berjast síðan hann samdi við UFC. Magny tók til að mynda tíu bardaga í UFC á tveimur árum. Magny situr í 9. sæti styrkleikalistans í veltivigtinni og hefur unnið sterka bardagamenn á borð við Kelvin Gastelum, Hector Lombard og Carlos Condit.

UFC hefur ekki enn staðfest aðalbardaga kvöldsins en heimildir herma að Liverpool strákurinn Darren Till fái Stephen Thompson í aðalbardaga kvöldsins.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.