spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson mætir Ryan LaFlare í Dublin

Gunnar Nelson mætir Ryan LaFlare í Dublin

gunnarufc

Fyrr í kvöld fengust þær fregnir staðfestar að Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Ryan LaFlare. Bardaginn verður næst síðasti bardagi kvöldsins á UFC: Dublin bardagakvöldinu þann 19. júlí.

Aðdáendur Gunnars á Íslandi og Írlandi hafa óskað eftir því að Gunnar verði á bardagakvöldinu í Dublin. Þeir hafa fengið ósk sína uppfyllta þar sem hann mun berjast það kvöld en Gunnar var sjálfur spenntur fyrir því að berjast í Dublin.

Gunnar og andstæðingur hans, Ryan LaFlare, eru yfirleitt mjög nálægt hvor öðrum á helstu styrkleikalistum veltivigtar. Á opinberum styrkleikalista UFC er Gunnar í 13. sæti á meðan LaFlare er í því 15. Því lá beinast við að þeir mættu að mati UFC.

Ryan LaFlare barðist síðast á UFC: Nogueira vs. Nelson sem haldið var í Sameinuðu Araba Furstadæmunum þann 11. apríl. Þar sigraði hann John Howard í skemmtilegum bardaga. LaFlare stjórnaði Howard mest allan bardagann og réði hvort bardaginn væri háður standandi eða í jörðinni en það hefur hann gert í öllum fjórum bardögum sínum í UFC. Eftir bardagann voru margir glímuunnendir spenntir fyrir bardaga milli LaFlare og Gunnars og hafa þeir nú fengið ósk sína uppfyllta.

Ryan LaFlare 2

Ryan LaFlare er þekktastur fyrir að vera góður glímumaður en hann er ósigraður í 11 bardögum. Allir fjórir bardagar hans í UFC hafa endað með dómaraákvörðun og þykir hann minna um margt á Jon Fitch. Báðir hætta þeir aldrei við að ná fellunni og seta mikla pressu á andstæðinga sína til þess að ná fellunni. Sú pressa hefur reynst andstæðingum LaFlare ofviða og er nokkuð ljóst að Gunnar hefur aldrei mætt andstæðingi af þessum toga.

Ryan LaFlare er fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu og hefur sigrað þrjá bardaga eftir uppgjafartök. Hann notar glímu sína helst til að stjórna andstæðingnum fremur en að leitast eftir uppgjafartökum en ef hann sér tækifærið á uppgjafartaki þá hikar hann ekki við að grípa það.

Ryan LaFLare gif 1
LaFlare nær toppstöðu glæsilega.

 

Hann er með mjög góðar fellur og þá helst úr “clinchinu” þar sem hann beitir “body lock” til að draga menn í gólfið. LaFlare er virkilega góður að tímasetja hvenær á að fara í “clinchið” og ef andstæðingar hans sveifla of villt beygir hann sig laglega undir höggin og grípur utan um þá.

LaFlare heldur miklum hraða í bardaganum og eiga andstæðingar hans það til að brotna undir pressunni. Hann hefur litið vel út í öllum UFC bardögum sínum og hefur bætt sig statt og stöðugt frá því að hann kom fyrst í UFC. Þó hann sé 30 ára gamall eru margir sem telja hann enn efnilegan og eigi enn eftir að toppa. Það tók hann lengri tíma að komast í UFC en reiknað var með þar sem hann meiddist illa í hnénu á sínum tíma og barðist ekkert í tvö og hálft ár. Þegar hann kom til baka sigraði hann bardaga sinn og fékk strax samning við UFC.

LaFlare hefur enga augljósa veikleika. Hann er svo sannarlega verðugur andstæðingur fyrir Gunnar og hans sterkasti andstæðingur til þessa. Þetta er eðlileg þróun á ferli Gunnars í UFC þar sem hann fær sífellt sterkari andstæðinga eftir hvern sigur.

Bardaginn verður eins og áður segir í Dublin þann 19. júlí og verður næstsíðasti bardagi kvöldsins (e. co-main event). Það má fastlega gera ráð fyrir að Conor McGregor verði í aðalbardaga kvöldsins og sennilega verður Cole Miller andstæðingur hans.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular