spot_img
Tuesday, November 5, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson mætir Thiago Alves í Danmörku

Gunnar Nelson mætir Thiago Alves í Danmörku

Gunnar Nelson er kominn með næsta bardaga! Gunnar Nelson mætir reynsluboltanum Thiago Alves á UFC bardagakvöldinu í Danmörku í september.

Bardaginn fer fram þann 28. september í Kaupmannahöfn en þetta verður fyrsta bardagakvöld UFC í Danmörku. Bardaginn verður ekki aðalbardagi kvöldsins en UFC á enn eftir að tilkynna hver aðalbardagi kvöldsins verður.

Thiago Alves er 35 ára Brasilíumaður sem hefur verið lengi í UFC. Alves er 23-14 á ferli sínum í MMA en hann hefur verið í UFC frá 2005 og barðist um veltivigtartitilinn á UFC 100 árið 2009. Þar tapaði hann fyrir Georges St. Pierre og hefur hann lengi verið stórt nafn í UFC.

Alves hefur barist 26 bardaga í UFC og verður þetta reynslumesti andstæðingur Gunnars í UFC. Alves hefur mikið glímt við meiðsli á undanförnum árum en hefur verið duglegur að berjast á síðustu 12 mánuðum.

Síðast sáum við Alves tapað fyrir Laureano Starapoli á UFC 237 í Brasilíu í maí. Alves hefur unnið 13 bardaga með rothöggi og er hann hættulegastur þar.

Gunnar Nelson barðist síðast í mars þegar hann tapaði fyrir Leon Edwards eftir klofna dómaraákvörðun. Gunnar datt af topp 15 styrkleikalistanum í veltivigtinni skömmu eftir tapið og vonast eftir að komast aftur þangað með sigri.

Miðasala á bardagakvöldið hófst í síðustu viku og hafa þegar margir miðar verið seldir.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular