spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson í The MMA Hour í kvöld

Gunnar Nelson í The MMA Hour í kvöld

Gunnar Nelson verður gestur Ariel Helwani í The MMA Hour í kvöld. Þátturinn er einn sá vinsælasti í MMA heiminum í dag.

Gunnar Nelson hefur nokkrum sinnum verið í þætti Helwani. Síðast var hann gestur í þættinum nokkrum dögum fyrir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í sumar. Gunnar mun væntanlega vera í þættinum í gegnum Skype í kvöld.

The MMA Hour er um það bil fjögurra klukkustunda þáttur einu sinni í viku. Í þættinum í dag verða góðir gestir en auk Gunnars mun þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic vera í þættinum.

Þátturinn er í beinni útsendingu á Youtube og kemur hlekkur hér að neðan síðar í dag. Reiknað er með að Gunnar verði í þættinum kl 18 í kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular