spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar Nelson mun berjast snemma á næsta ári!

Gunnar Nelson mun berjast snemma á næsta ári!

gönnehÞær fréttir voru að berast frá Mjölni að þeir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, og Gunnar Nelson hafa rætt við Joe Silva hjá UFC um næsta bardaga Gunnars. Joe Silva ákveður hver berst við hvern í UFC.

UFC vill að Gunnar berjist snemma á næsta ári. Mjölnir mun fá John Kavanagh og þrjá aðra bardagamenn til að aðstoða Gunnar við undirbúning sinn fyrir bardagann auk keppnislið Mjölnis. Líklegt er að þetta verði þeir Cathal Pendred  og Philip Mulpeter en ekki er vitað hver sá þriðji verður. Undirbúningur fyrir bardagann mun hefjast í nóvember. Pendred hefur komið tvisvar til Íslands áður í þeim tilgangi að æfa. Hann er einn besti veltivigtarmaður Evrópu sem ekki hefur enn samið við stór bardagasamtök á borð við UFC og Bellator. Mulpeter æfði hér snemma á þessu ári í Mjölni en hann þykir frábær Muay Thai bardagamaður og á níu MMA bardaga að baki.

Gunnar barðist síðast gegn Jorge Santiago í London þann 16. Febrúar á þessu ári. Gunnar sigraði með dómaraúrskurði en það var hans fyrsti dómaraúrskurður á ferlinum síðan í fyrsta bardaga hans. Búið er að staðfesta nokkur UFC kvöld á næsta ári en þau stærstu verða UFC on FOX þann 25. janúar, UFC 169 þann 1. febrúar og UFC 170 þann 22. febrúar í Las Vegas. UFC mun einnig heimsækja London í mars og gæti Gunnar jafnvel endað þar. Áður en Gunnar meiddist átti hann að berjast í Las Vegas á UFC 160 sem var eitt af stærstu UFC kvöldum ársins. Því gæti Gunnar aftur lent á stóru UFC kvöldi í Bandaríkjunum þar sem UFC virðist hafa áhuga á að kynna hann þar.

Gunnar fór í aðgerð á liðþófa í apríl á þessu ári en hann hefur nú jafnað sig eftir aðgerðina. Hann lenti þó í bílslysi síðastliðinn laugardag og þurfti að sauma 10 spor í framhandlegg. Gunnar þarf því að gera smávægilegt hlé á æfingum til að leyfa skurðinum að jafna sig en mun halda áfram að æfa innan skamms.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular