Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaVanmetin rothögg

Vanmetin rothögg

Flestir hafa séð þessi frægu rothögg eins og þegar Gonzaga rotaði Cro Cop og þegar Anderson Silva tók “frontkick” í andlit Belfort svo dæmi séu nefnd. Hér ætlum við að skoða nokkur rothögg sem eru ekki eins fræg og hafa átt sér stað í upphitunarbardögum (e. preliminary fights). Margir eru eflaust búnir að gleyma þessum rothöggum eða hafa einfaldlega ekki séð þau þar sem þetta eru ekki þessi frægustu bardagamenn. Hér eru nokkur dæmi um flott rothögg:

Hér rotar Andre Winner svartbeltinginn Rolando Delgado á UFC 105 í nóvember 2009.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér rotar Hyun-Guy Lim hinn brasilíska Marcelo Guimaraes með vel tímasettu hnésparki á UFC on Fuel TV: Stann vs. Silva í mars 2013.

 

 

 

 

 

 

 

 

Joseph Sandoval varð fyrir barðinu á hrikalegum olnbogum frá Nick Denis á UFC on FX: Guillard vs. Miller

 

 

 

 

 

 

 

John Madkessi rotaði Kyle Watson með “spinning back-fist” á UFC 129 í apríl 2011. Hann fékk ekki bónus fyrir rothögg kvöldsins þar sem Machida ákvað að rota Randy Couture sama kvöld.

 

 

 

 

 

 

Jeremy Stephens rotar Rafael Dos Anjos með “uppercut” á UFC 91 í nóvember 2008.

 

 

 

 

 

 

Ramsey Nijem hefur aldrei verið þekktur fyrir að vera með gott “striking” en hér var hann rotaður af Myles Jury á UFC on FOX í apríl á þessu ári.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular