Friday, June 14, 2024
spot_img
HomeForsíðaUpphitun fyrir Chandler gegn Alvarez II

Upphitun fyrir Chandler gegn Alvarez II

Bellator 106 fer fram laugardaginn 2. nóvember. Þar ber helst að nefna að Eddie Alvarez og Michael Chandler mætast aftur en þeir mættust árið 2011 í einum besta bardaga allra tíma! Bardagann má sjá hér að ofan.

19. nóvember 2011 mættust þeir fyrst en þá var Eddie Alvarez léttvigtarmeistarinn og Chandler efnilegur bardagamaður. Fyrirfram var ekki talið líklegt að Chandler ætti mikla möguleika í Alvarez. Þeir sem ekki hafa séð bardagann ættu að horfa á hann umsvifalaust! Þeir mætast aftur næstkomandi laugardag, 2. nóvember, fyrir léttvigtar beltið í aðalbardaga kvöldsins. Upphaflega átti Tito Ortiz að mæta Quinton “Rampage” Jackson í aðalbardaga kvöldsins en Tito þurfti að draga sig frá vegna meiðsla í hálsi. Bellator treysti mikið á þá og ætlaði að koma sér á “pay-per-view” markaðinn með þessu kvöldi. Eftir að Tito meiddist ákváðu þeir hins vegar að hafa kvöldið frítt á Spike TV.

Á þessu sama kvöldi eru tveir aðrir titilbardagar. Þeir Pat Curran og Daniel Strauss eigast við í bardaga um fjaðurvigtarbeltið og þá mætast þeir “King Mo” Lawal og Emmanuel Newton um “Interim” léttþungavigtarbeltið. Raunveruleikaserían Fight Masters lýkur göngu sinni á laugardaginn er Joe Riggs og Mike Bronzoulis eigast við. Sigurvegarinn fær sæti í veltivigtarútsláttarkeppni Bellator. Þetta er svo sannarlega þéttskipað kvöld af góðum bardagamönnum og ætti að vera veisla sem enginn má láta framhjá sér fara!

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular