Gunnar Nelson mætir Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í kvöld. Samkvæmt heimildum MMA Frétta þarf Gunnar ekki að vefja hendurnar á sér.
Það hefur alltaf verið skylda í UFC að vefja á sér hendurnar undir UFC hönskunum (með íþróttateipi). Hornamenn eða aðilar frá viðeigandi íþróttasamböndum sjá yfirleitt um að þetta.
Gunnar hefur alltaf viljað fá minniháttar vafninga í UFC en vill helst ekki vefja neitt. Gunnar vefur aldrei á sér hendurnar á æfingum og getur nú sleppt því í fyrsta sinn í UFC.
Flestir bardagamenn nota þetta til að verja hendurnar sínar undir hönskunum. Margir bardagamenn brjóta á sér hendurnar við að kýla af alefli í andstæðinginn en Gunnar telur sig ekki þurfa vörnina.
Utan UFC komst hann upp með það að sleppa því að nota vafninga en UFC hefur hingað til ekki viljað leyfa það.