spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaGunnar: Verð að fara aðeins í gólfið með honum

Gunnar: Verð að fara aðeins í gólfið með honum

Gunnar Nelson mætir Gilbert Burns á UFC bardagakvöldinu í Danmörku á laugardaginn. Gunnari langar að glíma við Burns og veit að Burns er mjög góður andstæðingur.

Gunnar var afar sáttur þegar nýr andstæðingur kom inn eftir að Thiago Alves meiddist. Gunnar var ánægður að hann skyldi ennþá vera með bardaga og sérstaklega þar sem þetta er flottur andstæðingur.

Gunnar hefur lagt mikla áherslu á högg og spörk fyrir þennan bardaga. Það hafi samt sem áður ekki haft mikil áhrif á glímuna hjá sér heldur bara verið skemmtileg viðbót. Jorge Blanco hefur komið inn í þessar æfingabúðir og telur Gunnar það vera síðasta púslið sem vantaði í hans æfingabúðir.

Burns er frábær glímumaður og þrefaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu. Gunnari langar að glíma við hann.

„Ég verð að fá aðeins að fara í gólfið. Ég verð aðeins að fá smá að grípa í hann. Það er eiginlega bara must ef tækifærið gefst,“ segir Gunnar en myndi auðvitað ekkert hafa á móti því að klára þetta í 1. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular