Gunnar Nelson verður með pínulitla hanska í kvöld! Hanskarnir hafa verið teygðir til svo Gunnar komist í þá.
Gunnar var alltaf í Large hanskapari en í London ákvað hann að fara í Small hanska. Núna fer hann enn neðar og notar XX Small hanskapar. Það er sama stærð á hönskum og Joanne Calderwood og Cynthia Calvillo nota í 52 kg strávigt kvenna.
Gunnar mun aftur fá að sleppa því að nota vafninga líkt og í tveimur síðustu bardögunum. Með minni hönskum er auðveldara að komast undir hökuna og þar af leiðandi auðveldara að ná hengingu. Gunnar hefur áður sagt að hann myndi helst vilja berjast án hanska og er þetta sennilega það næsta sem hann kemst að því að berjast berhentur.
Hér að neðan má sjá Gunnar með hanskana í Fight Week myndbandi frá Mjölni.