Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaGustafsson og Johnson berjast um miðja nótt

Gustafsson og Johnson berjast um miðja nótt

Rumble-GusÞeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast í aðalbardaganum á UFC on Fox 14 bardagakvöldinu. Bardagarnir fara fram 24. janúar í Svíþjóð en athyglisvert er að aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 á staðartíma.

Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á FOX sjónvarpsstöðinni. Þetta verður eitt stærsta bardagakvöld UFC en bardagarnir fara fram í Tele2 Arena í Stokkhólmi sem tekur um 30.000 manns í sæti. Dagskráin fyrir kvöldið var nýlega kynnt og stjórnast hún af útsendingartímanum í Bandaríkjunum. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22 á staðartíma sem er talsvert seinna en venja þykir. Aðalhluti bardagakvöldsisn (e. main card) hefst kl 2 og lýkur um kl 4. Það má því áætla að þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson berjist um kl 3:30 að nóttu!

Þetta verður eflaust í fyrsta sinn sem Johnson og Gustafsson þurfa að berjast svo seint. Allt stjórnast þetta af útsendingartímunum í Bandaríkjunum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem UFC gerir slíkt. Sem dæmi má nefna var síðasta bardagakvöld UFC í Ástralíu snemma um morguninn.

Hér að neðan má sjá svo dagskrána í heild sinni. Ísland er einum klukkutíma á eftir Svíþjóð og því mun aðalhluti bardagakvöldsins hefjast kl 1 á Íslandi.

Dagskrána má sjá hér að neðan.

FIGHT NIGHT, Tele2 Arena, Saturday 24th

20:00   DOORS OPEN TO THE PUBLIC

22:00   FIGHT PASS PRELIMS

23:00   FOX SPORT 1 PRELIMS

02:00   UFC FIGHT NIGHT: GUSTAFSSON vs JOHNSON MAIN CARD

04:00   (approx.) UFC FIGHT NIGHT: GUSTAFSSON vs JOHNSON CONCLUDES

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular