spot_img
Sunday, October 6, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaHætti í miðjum bardaga og klifraði úr búrinu!

Hætti í miðjum bardaga og klifraði úr búrinu!

JF-Fight-Evolution-sacode-cidade-mineira_1Ansi undarlegt atvik átti sér stað í Brasilíu um síðastliðnu helgi. Evilasio Silva mætti þar Claudinei Angelo í JF Fight Evolution keppninni. Angelo missti góminn úr sér og stöðvaði dómarinn því bardagann um tíma og leyfði Angelo að setja góminn aftur í sig. Angelo missti góminn aftur úr sér og þurfti dómarinn því aftur að stöðva bardagann. Angelo missti svo góminn úr sér í þriðja sinn en í þetta skiptið virtist Angelo spíta gómnum úr sér. Dómarinn neitaði því að stöðva bardagann og vildi Angelo þá láta gera hlé á bardaganum, en hann var greinilega að láta dómarann gera hlé á bardaganum svo hann gæti jafnað sig eftir höggin sem hann fékk á sig. Þegar dómarinn neitaði að stöðva bardagann ákvað Angelo að hætta! Hann reyndi að opna hliðið úr búrinu sem var læst og því næst klifraði hann úr búrinu og gekk inn í búningsklefa!

Sjón er sögu ríkari, hér er myndbandið.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular