Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHelstu boxþjálfarar landsins spá í Wilder-Fury

Helstu boxþjálfarar landsins spá í Wilder-Fury

Einn stærsti box bardagi ársins fer fram á laugardaginn þegar þeir Tyson Fury og Deontay Wilder mætast í annað sinn. Fyrri bardagi þeirra var frábær og fengum við því helstu boxþjálfara landsins til að birta sína spá fyrir seinni bardagann.

Fyrri bardagi þeirra fór fram í desember 2018 og endaði með jafntefli. Síðan þá hafa báðir unnið tvo bardaga og mætast þeir því aftur í Las Vegas á laugardaginn.

Davíð Rúnar Bjarnason (Mjölnir/Hnefaleikafélag Rreykjavíkur): Ég er ótrúlega spenntur og jafnframt stressaður af því að ég get það ekki að Wilder sé undefeated og vona innilega að Fury taki núllið hans. Þetta gerist ekki mikið skemtilegra, tveir undefeated toppar í heavyweight division að setja núllið sitt undir í annað skiptið til að sýna heiminum hvor er betri.

Wilder er að með sterkara record heilt yfir 42 sigrar, 41 KO af því og 0 töp og það er enginn að ljúga þegar það er sagt að hann sé með freakish power í þessar hægri hendi sinni. Luis Ortiz sem er að mínu mati tæknilegasti heavyweight í heiminum í dag lék sér að Wilder þar til að þessi hægri lenti og game over…

En það má ekki gleyma að Fury gerði Wilder vandræðalegan alveg þangað til Wilder lenti hægri höndinni EN hann stóð upp. Ég neita að trúa því að Wilder treysti á „eitt högg“ sem sitt gameplan komandi inn í bardaga þó að það hafi gengið upp ótrúlega oft upp. En varðandi bardaga á þessu caliberi þá held ég að hann komi inn í rematchið meira hugsandi en það og með sterkt gameplan. Fury hefur sjokkerað heiminn… tvisvar, hann vann Klitschko sem major underdog og að flestra mati vann fyrri bardagann við Wilder. Fótavinnan hjá Fury spilar rosa part í hans boxi og hún hélt honum vel frá Wilder í fyrri bardagnum og ég held að þeir setji þennan bardaga upp þannig að hann sé mjög hreyfanlegur og haldi hægri hendinni hans Wilder upptekni þannig að hann fái ekki tækifæri á að koma henni að Fury. Fury er að gera hellings breytingar og að mínu mati jákvæðar breytingar í sínu boxi, byrjaður að vinna með Sugar Hill í Kronk og lítur út fyrir að vera aðeins þyngri í dag. Kronk style box, hraðinn hans Fury í bland við meira punching power held ég að landi Fury sigri og ætla meira að segja að setja pening á það. Ég held að hann stoppi ekki Wilder en ég held að hann muni ná að gera damage og vinna vel og augljóslega. Engu að síður, það væri heeelvíti gaman að sjá finish en ég segi Fury eftir dómaraákvörðun.

Vilhjálmur Hernandez (Hnefaleikastöðin Æsir): Þessi bardagi getur farið á alla vegu! Wilder gæti þess vegna unnið þetta með einu höggi. Tyson Fury er einn af þeim bestu og mjög tæknilegur með höfuðhreyfingar, fótavinnuna og allt neglt. Tyson Fury er algerlega minn maður, en erfitt að segja hvernig hann fer. My gut feeling er að segja annað jafntefli.

Jafet Örn Þorsteinsson (Hnefaleikafélag Kópavogs): Ef Fury nær að halda sér á tánum og klára bardagann vinnur hann á stigum en held að Wilder roti hann í sjöundu lotu.

Arnór Már Grímsson (Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar): Fyrri bardaginn var einn af bestu Heavyweight bardögum sem ég hef horft á live. Tveir ósigraðir risastórir menn, einn með öflugustu hægri í bransanum og einn með þeim mest slick boxurum í þessum þyngdarflokki. Bardaginn var fram og til baka og ótrúlega stressandi og það sérstaklega í tólftu lotuni þar sem ég held með honum Fury. Wilder er samt rosalegur karakter og mjög gaman að honum. Ég held að bardaginn fari fram mjög svipað og sá fyrri nema það að Wilder er nú þegar búinn að sjá að hann getur slegið Fury niður og meitt hann. Og Wilder hefur sýnt það að þegar hann veit hann hefur þig þá er hann að fara að rota þig. Svipað og rematchið við Bermaine Stiverne og Luis Ortiz. Eins mikið og ég held með Fury og vill að hann vinni þá hallast ég meira að KO sigri hjá Wilder. Það verður samt gaman að sjá hversu mikið betri Fury er orðinn eftir að hafa unnið með Sigar Hill í Kronk. En þar sem þeir tóku engan bardaga á undan þessum saman þá held ég það sé ekki nægur tími til að læra að vinna saman í svona stórum bardaga. Fury mun byrja vel og boxa hann og vinna loturnar. En hann þarf að passa sig á hægri höndinni hans Wilder í 12 lotur og það er ekkert grín. Wilder endar á því að finna shottið og vinnur með KO. Wilder með rothögg í 10. lotu.

Daði Ástþórsson (Hnefaleikadeild Þórs): Persónulega gef ég lítið fyrir spár því það er auðvelt að gleyma öllum skiptunum sem maður spáir rangt og ofmetnast þegar maður spáir rétt. Það eru bara tveir keppendur þannig að miklar líkur á því að maður geti haft rétt fyrir sér annað slagið sama hverju maður spáir og sama hver maður er. Finnst þetta eiginlega bara nett sjálfsrúnk. Það þarf aftur á móti engan vísindamann til þess spá því að líklegasta niðurstaðan sé að Tyson Fury sigri á stigum. Maðkurinn í mysunni er að Deontay Wilder gæti verið með þyngsta hægri handar högg allra tíma. Þetta er högg sem sendir menn í aðra vídd þar sem þeir stara inn í eilífðina þangað til þeir snarast aftur til meðvitundar. Wilder er ekki tæknilega góður boxari og það er orðin klisja að segja það. Hann er hins vegar grjótharður og mjög snjall og gæti rotað Hulk ef hann bara tímasetti það rétt. Þess vegna ætla ég bara að horfa og ekkert að spá meira. Fury verður að vinna þangað til hann tapar… eða ekki, og enginn fær að hoppa upp og segja „ég vissi það!” eins og það hafi nokkra merkingu fyrir mig. Ég myndi veðja á Fury en það væri ekki gáfulega veðjað.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular