spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentHendricks ekki ákveðinn í að fara upp í millivigt

Hendricks ekki ákveðinn í að fara upp í millivigt

Johny HendricksJohny Hendricks mistókst hrapallega að skera niður í 77 kg veltivigtartakmarkið fyrir bardaga hans gegn Tyron Woodley. Þrátt fyrir að líkaminn hafi gefist upp í síðustu viku er hann ekki ákveðinn í að fara upp í millivigt.

Á fimmtudagskvöldi fyrir áætlaðan bardaga gegn Tyron Woodley fékk Johny Hendricks nýrnasteina og þarmastíflu. Talið er að þetta hafi verið bein afleiðing af niðurskurðinum þar sem líkaminn var þurr og vatnslaus.

Að margra mati ætti Johny Hendricks að fara upp í millivigt enda hefur niðurskurðurinn fyrir veltivigtina verið honum mjög erfiður. Dana White fullyrti að Hendricks væri nú í millivigt í síðustu viku.

Johny Hendricks er ekki sammála gagnrýnendum sínum. Hann ætlar að prófa að skera smávægilega niður og taka æfinganiðurskurð áður en hann ákveður hvar hann berst næst.

Hendricks ætlar að lækka fituprósentu sína á næstu vikum, taka æfinganiðurskurð og taka svo ákvörðun um hvar hann berst næst eftir því hvernig líkaminn bregst við þessum niðurskurði.

Ef þetta gengur ekki eftir mun hann fara upp í millivigt. Ef þetta tekst mun Hendricks vera staðráðinn í að halda þyngdinni sinni niðri. Hendricks hefur farið hátt í 100 kg á milli bardaga en hann keppir í 77 kg flokki.

Hendricks hefur ekki ákveðið hvenær hann berst næst.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular